fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

Fókus
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 10:45

Guðni Gunnarsson. Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Gunnarsson segir samfélagið að kafna úr efnishyggju, neyslu og alls kyns fíknum. Guðni, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segir ekki eftir neinu að bíða til að byrja að lifa öðruvísi og verða fullur þátttakandi í lífinu.

„Við erum alltaf að bíða eftir einhverjum augnablikum þar sem allt á að breytast. Það er verið að hengja sig á eitthvað í framtíðinni þegar allt á að gerast. En spurningin er eftir hverju erum við að bíða? Hvaða augnablik verður til þess að við verðum loksins tilbúin að vera þakklát, vera til staðar og vera fullir þátttakendur í okkar eigin lífi. Þegar við erum föst í að horfa á eitthvað „þegar“ í framtíðinni þar sem allt á að breytast, þá erum við í raun að búa til nýja fjarveru og halda föst í sömu mynstrin. Síðan bíður þú bara og bíður og áttar þig ekki á því að þú ert í raun að bíða eftir sjálfum þér og að þín sál mæti loksins,“ segir Guðni, sem segir að það sé lykilatriði að fólk byrji að koma fram við sjálft sig eins og mikilvægustu manneskjuna í eigin lífi.

„Samfélagið okkar er að kafna úr efnishyggju, neyslu, sjúkdómum og alls kyns fíknum. Í grunninn er þetta allt fíkn í fjarveru og við samþykkjum okkur ekki og leitum stöðugt að hlutum fyrir utan okkur til að fylla upp í tómið. Við erum flest að afneita okkur sjálfum stóran hluta dagsins. Við erum oft á tíðum eins og fló á skinni og höldum að við séum hugsanir okkar. Það veldur því svo að það er ekki gott að vera í eigin návist og maður verður friðlaus. Það er ekki hægt að flýja hugsanir sínar, en með því að varpa ljósi á þær byrja mynstrin að losna. Stærsta vandamál okkar flestra er viðnámið sem við veitum þjáningunni og þannig verður til kvíði. Með því að hafna því sem er búum við til miklu stærra vandamál en það sem við erum að hafna. Vegferðin verður alltaf að byrja á því að við komum fram við okkur sjálf eins og mikilvægustu manneskjuna í okkar lífi. Ég er nokkuð viss um að við erum ekki enn komin á endastöð í þessari þróun, en það eru alltaf fleiri og fleiri að snúa við blaðinu. Þegar þjáningin verður nógu mikil endar yfirleitt með því að fólk nær að horfa inn á við og byrja raunverulegar breytingar.”

Við þurfum að taka ábyrgð

Guðni segir sjálfsábyrgð vera lykilatriði og að eina leiðin til framfara sé að stíga út úr fórnarlambinu og verða algjörlega valfær og ábyrgur í eigin lífi.

„Flestir ná ekki að horfast í augu við það að þurfa að taka fulla ábyrgð á lífi sínu fyrr en þeir eru komnir á botninn. Þá opnast tækifæri til að breytast og vakna til vitundar. Flestir fá nokkur tækifæri á ævinni til þess að breyta öllum viðhorfum og breyta þannig lífi sínu og þá gerast oft magnaðir hlutir. Við höfum flest lent á þessum stað þar sem eitthvað verður að breytast og maður er raunverulega tilbúinn. Í tilverunni er aðallögmálið orsök og afleiðing og það uppskera allir eins og þeir sá,“ segir Guðni, sem sjálfur hefur þurft að taka algjöra beygju í lífinu eftir að hlutirnir voru hættir að virka.

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana og breyta því hvernig ég lifði lífi mínu. Ég bæði reykti og drakk frá unglingsaldri, það var mikið kapp í mér og ég kem úr umhverfi þar sem voru bæði neysla og veikindi. Ég áttaði mig á því að  ég væri svo ástríðufullur og kappsamur í öllu sem ég gerði að ef ég næði ekki tökum á því myndi það enda illa. Það kom tímapunktur þar sem ég vissi að ég yrði að velja og eftir það var ekki aftur snúið.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðna og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“