fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 14:30

Bambie Thug/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írland er ásamt Svíþjóð sigursælasta þjóð í sögu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en uppskeran hefur hins vegar verið rýr undanfarin ár en síðast vann Írland keppnina árið 1996 og síðan 2014 hafa Írar aðeins einu sinni komist upp úr undanriðli keppninnar. Írland býr yfir afar ríkum tónlistararfi en hefur farið ýmsar leiðir í sínum framlögum til keppninnar undanfarin ár. Írar hafa farið þá leið í ár að senda keppanda sem er kvár og ber listamannsnafnið Bambie Thug.

Lag háns sækir ekki mikið í hefðbundna þjóðlega írska tónlist en minnir á tónlistarmenn eins og t.d. Marilyn Manson en Bambi Thug kallar tónlist sína „ouija-popp.“

Bambie Thug heitir réttu nafni Bambie Ray Robinson og er að sögn ekki hrifið af því að tónlist sín sé flokkuð undir einhverjum sérstökum merkjum. Hán er 31 árs og fætt og uppalið í Cork-sýslu í suðurhluta Írlands. Bambie Thug flutti til Bretlands til að læra ballet en eftir handleggsbrot sneri hán sér að tónlist.

Bambie Thug gaf út sitt fyrsta lag 2020 í samstarfi við aðra en fyrsta lagið þar sem hán var í forgrunni var gefið út 2021. Það heitir Birthday og í laginu fjallaði Bambie Thug um eiturlyfjafíkn sína en myndbandið þótti víst í djarfara lagi og var hluti þess ritskoðaður en óritskoðaða útgáfan var birt á klámsíðum en Bambie gaf áður einnig út kynferðislegt myndefni á vefsíðunni Only Fans. Þrjú önnur lög með Bambie Thug komu út þetta sama ár.

Bambie Thug gaf 2022 út jólalagið Merry Christmas Baby sem fjallar um erfið slit á ástarsambandi sem hán átti í en sambandinu lýsti hán sem eitruðu (e. toxic).

L0f, last og hatur

Fleiri lög komu út 2023 en Bambie Thug vakti fyrst verulega athygli í heimalandinu og Bretlandi þegar hán sigraði í undankeppni Írlands fyrir Eurvision í ár með lagið Doomsday Blue sem hán samdi ásamt þremur öðrum höfundum. Í viðtali  fyrir undankeppnina sagðist hán hafa ákveðið að taka þátt til að særa út slæmar minningar eftir nauðgun sem hán varð fyrir í maí 2023.

Bambie Thug varð efst í keppninni bæði meðal dómnefndar og áhorfenda.

Eins og gengur og gerist sýnist sitt hverjum um lagið. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en í laginu syngur Bambie Thug meðal annars um galdra eins og hán hefur einnig gert í sumum fyrra laga sinna. Bambie Thug hefur hlotið lof fyrir einstakan persónulegan stíl og að fara sínar eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni og flutningi.

Íhaldssöm öfl í írsku þjóðfélagi hafa hins vegar lýst yfir mikilli óánægju með að Írland skuli senda einstakling eins og Bambie Thug í keppnina. Leiðtogi Frelsisflokksins sem er lengst til hægri í írskum stjórnmálum segir þetta greinilega snúast um að hylla satanisma og „woke-rugl“. Komið var af stað undirskriftalista þar sem hvatt var til þess að sigur Bambie Thug yrði felldur úr gildi á þeim forsendum að hán lítilsvirti írska menningu. Um 2000 manns skrifuðu undir listann, líklega mun færri en greiddu Bambie Thug atkvæði sitt í undankeppninni, en Bambie Thug hvatti viðkomandi til að láta það vera að breiða út hatur.

Nokkrum dögum eftir sigur Bambie Thug sagði írskur prestur í predikun sinni í hefðbundinni sunnudagsmessu að fyrst að Bambie Thug yrði fulltrúi Írlands í Eurovision þýddi það einfaldlega að Írland væri búið að vera sem land.

Bambie Thug hefur þó ekki eingöngu þurft að upplifa hatur í sinn garð eftir sigurinn í undankeppninni vegna þess hver hán er heldur hefur einnig verið þrýst á hán að taka ekki þátt í Eurovision fyrst að Ísrael hefur verið heimiluð þátttaka. Það er ekki annað að sjá en að Bambie Thug ætli sér ekki að láta undan þessum þrýstingi.

Logan hrifinn

Skiptar skoðanir voru um Doomsday World, sem eins og áður segir verður framlag Íra í Eurovision í ár, í þættinum Alla leið á RÚV .

Johnny Logan sem vann Eurovision tvisvar fyrir hönd Írlands, 1980 og 1987, er aftur á móti hrifinn af laginu og segir það vel geta unnið keppnina:

„Þetta er líklega besta og frumlegasta lag sem Írland hefur sent í keppnina, síðan ég man eftir mér,“ sagði Logan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda