Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja síðastliðinn mánudag voru teknar fyrir umsóknir um nauðsynleg leyfi til að mögulegt sé að halda hina árlegu Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Í fundargerð fundarins á vef Vestmannaeyjabæjar eru birt ýmis gögn sem fylgdu umsóknunum og þar á meðal er ítarlegur listi frá Þjóðhátíðarnefnd yfir hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað. Á listanum er m.a. tíundað hvað verður selt í sjoppunni sem verður komið upp á hátíðarsvæðinu. Það sem í boði verður er eftirfarandi:
Popp – framleitt á staðnum í þar til gerðum poppvélum
Kandífloss í lokuðum umbúðum (plastdollum)
Möffins í lokuðum umbúðum
Smákökur í lokuðum umbúðum
Frosnar vöfflur hitaðar í brauðrist með Nutella og rjóma
Uppáhellt kaffi
Gos í ½ líters umbúðum, plast
Ávaxtasafi
Sælgæti, súkkulaði, sleikjó, snakk ofl. Í lokuðum umbúðum
Gos í ½ líters umbúðum. Plast
Gos í dósum. Ál
Orkudrykkir. Ál og plast.
Tóbak
Kveikjarae
Eldspýtur
Nikótínpúðar
Einnota vape rafrettur
Fleiri sjoppum og sölutjöldum verður komið upp.
Í sérstakri skransjoppu verða seld:
Brekkustólar
Línusprey
Hársprey
Hárkollur og búningar
Leikfangabyssur – Hvellhettu.
Leikföng
Í pizzusjoppu verða seld:
Frosnar pizzur, hitaðar í pizzuofnum
Pylsur
Gos í dós. Ál.
Súkkulaði
Bjór í ½ líters umbúðum. Ál
Í veitingatjaldi verða til sölu:
Hamborgarar
Samlokur
Pizzur
Ostastangir
Kjúklingabitar
Franskar
Humarsúpa
Lundi
Gos í dós. Ál.
Uppáhelt kaffi
Bjór í ½ líters umbúðum. Ál
Loks verður komið upp litlu og stóru bjórtjaldi og þar verða til sölu:
Bjór í ½ líters umbúðum. Ál.
Skot í litlum flöskum. Plast
Síder, ávaxtavín og blöndur í litlum dósum. Ál.
Léttvín í litlum flöskum. Plast
Orkudrykkir. Ál.
Bjór á dælu. Plast glös