fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 17:30

Meghan Markle Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hertogaynjan Meghan gegndi enn konunglegum skyldum komu fram ásakanir um að hún hafi beitt aðstoðarfólk sitt einelti. Nú loks hefur ein aðstoðarkona hertogaynjunnar frá þessum tíma. Samantha Cohen, staðfest að hún var ein af 10 konunglegum starfsmönnum sem voru kallaðir í viðtali í Buckingham-höll út af eineltisrannsókn.
Cohen hóf störf fyrir konungsfjölskylduna árið 2001 og var einkaritari Meghan árið 2021 þegar fyrsta kvörtunin var lögð fram gegn hertogaynjunni. Var Meghan sökuð um að hafa skapað eitraða vinnustaðamenningu í kringum sig.

Cohen fór ekki nánar í saumana á ásökununum en sagði við ástralska miðilinn The Herald Sun að það hafi verið erfitt að finna fólk til að vinna fyrir Meghan.

„Ég átti bara að gegna starfinu í hálft ár en endaði með að vera þarna í eitt og hálft ár þar sem við fundum ekki staðgengil. Loks þegar við fundum aðila í starfið var hann tekinn með í ferð Harry og Meghan til Afríku til að kenna honum réttu tökin, en þessi aðili hætti á meðan á ferðinni stóð.“
Meghan var sökuð um að hafa hrakið tvo aðstoðarmenn úr starfi og væri við það að fæla þann þriðja burt. Hertogaynjan þverneitaði þessum ásökunum og fordæmdi fjölmiðla fyrir að fjalla um málið. Um væri að ræða ófrægingarherferð gegn henni. Árið síðar opinberaði konungshöllin að vissulega hefðu ásakanir verið lagðar fram og eineltisrannsókn gerð í kjölfarið. Höllin neitaði þó að opinbera niðurstöðurnar.

Cohen var enginn nýgræðingur þegar hún hóf störf fyrir hertogaynjuna. Hún hafði í tæpa tvo áratugi starfað í ýmsum hlutverkum fyrir Elísabetu drottningu. Hún tók við starfinu hjá Meghan að beiðni drottningar.

Svo virðist sem að Cohen hafi líkað töluvert betur að vinna fyrir drottninguna sem segir að drottningin heitin hafi á sinn einstaka hátt gert uppreisn gegn öllum formlegheitunum í lífi hennar. Hafi drottningu þótt fátt skemmtilegra en þegar eitthvað gekk ekki eftir áætlun. Til dæmis ef það misheppnaðist að skera köku eftir kúnstarinnar reglum eða ef ekki tókst að kippa lakinu af skildi sem átti að afhjúpa. Allt hafi verið svo reglufast og formlegt í lífi drottningar að svona hversdagsleg mistök gáfu lífinu lit.
Þegar Cohen var komin til hertogahjónanna var staðan önnur. Hún líkir því við að vinna fyrir unglinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“