fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle voru viðstödd pólókeppni í Grand Champions Polo Club í Wellington, Flórída á föstudag, þar sem Harry keppti með pólóliði sínu.

Það er þó ekki frammistaða leikmanna sem er aðalumtalsefnið heldur hallærisleg framkoma Markle að mati netverja.

Á myndum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá Markle skjótast að hlið eiginmanns síns þegar önnur kona reynir að stilla sér upp við hlið hans fyrir myndatöku. Heyrist Markle segja: „Viltu koma hingað?“ Markle brosti síðan sínu breiðasta fyrir myndavélarnar þegar konan hafði fært sig og stillt sér upp við vinstri hlið hennar.

Í myndbandinu má sjá að konan þarf að beygja sig undir bikar Harry og félaga hans til að standa þar sem Markle er þóknanlegt.

„Hún virðist óörugg með eiginmann sinn. Þess vegna heldur hún áfram að halda fast í hann og hverri konu sem stendur við hlið hans er sagt að standa við hlið hennar,“ skrifar kona í athugasemd við myndbandið.

„Stjórnsemi Meghan fyrir allan heiminn að sjá. Þvílíkur skortur á fágun og góðmennsku. Hún treður sjálfri sér inn í sigur Harry og liðs hans. Hryllingur,“ skrifar annar. En eins og sjá má stillti Markle sér í miðju liðsins fyrir myndatökur.

Á síðasta ári neituðu heimildarmenn að hrikti í stoðum hjónabands Harry og Markle, en heimildamaður einn sagði nokkru síðar að hann gæfi hjónabandinu aðeins nokkur ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár