fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. apríl 2024 20:29

Embla Gabríela Wigum. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta samfélagsmiðlastjarna Íslands og förðunarsnillingurinn Embla Gabríela Wigum er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Embla ræðir um áhrifavaldabransann í London, þar sem hún er búsett, upphafið á ferlinum, hvernig venjulegur vinnudagur lýsir sér, ráð fyrir aðra sem vilja fylgja í hennar fótspor og svo margt fleira. Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Það er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Aðspurð hvaða ráð hún hefur fyrir þá áhrifavalda sem fara ört stækkandi og vilja fylgja í hennar fótspor og rækta ferilinn segir Embla:

„Kannski bara að vera var um sig og passa að hugsa um sjálfan sig fyrst og fremst […] Það er geggjað að vera með fólk með sér í liði sem hjálpar manni, en þú ert eina manneskjan sem mun alltaf virkilega setja sjálfa þig í fyrsta sæti, þetta er þinn ferill. Þannig maður þarf að standa með sjálfum sér stundum.“

Embla er nú á skrá hjá umboðsskrifstofunni W Talent Management, en hún segir fólk ekki endilega þurfa að vera á skrá hjá stórri skrifstofu, heldur sé það umboðsmaðurinn sjálfur sem skiptir máli og hvernig áhrifavaldurinn og hann vinna saman.

Instagram/@emblawigum

Hvað gerir vinsælt myndband svona vinsælt?

Mörg myndbanda Emblu eru gríðarlega vinsæl, eða hafa orðið „viral“ eins og það er kallað í netheimum. Sum myndbanda hennar hafa fengið tugi milljónir í áhorf, en hvað er það sem gerir þau svona vinsæl miðað við annað efni?

„Það er svo erfitt að segja, því mjög oft þá eru myndböndin sem fara mest viral eitthvað sem maður er alls ekki að búast við að fari viral. En ég myndi segja að aðalmálið sé að ná að grípa athygli áhorfandans strax eða mjög fljótt. Og vera með eitthvað, hvort sem það er eitthvað sjónrænt sem grípur athygli eða bara hvað sem er, en mér finnst það oftast virka. En það getur verið svo alls konar, það getur oft farið viral þegar maður fylgir trendi, eða koma með eitthvað frumlegt sem er spennandi. En númer 1,2,3 er að grípa athygli sem fyrst [því eins og þeir sem skoða TikTok vita þá skrollar maður svo hratt í gegnum efnið,]“ segir hún.

Embla segir að stundum komi það henni á óvart hvaða myndbönd slá í gegn. Ef við tökum nýlegt dæmi þá lagði hún mikla vinnu í að endurgera fræga förðun eftir förðunarfræðinginn og snyrtivörumógulinn Pat McGrath. Myndbandið þar sem hún sýnir förðunina fékk 165 þúsund áhorfa, en síðan birti hún annað myndband – sem tók mjög stuttan tíma að taka upp-  af sér fjarlægja farðann og það fékk 28 milljónir áhorfa.

Sjáðu þau bæði hér að neðan.

@emblawigum recreating the @Pat McGrath Labs porcelain skin look for @Maison Margiela ♬ Solas X Interstellar – Gabriel Albuquerqüe

@emblawigumpov: weirdest makeup removal ever♬ original sound – Embla Wigum

Fylgstu með Emblu á Instagram, TikTok og YouTube.

Horfðu á þáttinn með Emblu í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Hide picture