fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag

Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2024 11:27

Jón Arnar Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Gunnars og Arnórs í Alkastsinu er enginn annar er Jón Arnar Magnússon.

Jón Arnar er flestum landsmönnum kunnugur fyrir frækna frammistöðu á frjálsíþróttavellinum þar sem hann átti farsælan íþróttaferil sem spannaði yfir hartnær 20 ár. Á afrekaskránni hjá honum eru verðlaun á Íslands-, Norðurlanda-, Evrópu- og Heimsmeistaramótum, auk þess að hafa tekið þátt á þrennum Ólympíuleikum og verið kosinn íþróttamaður ársins í tvígang.

Til þess að setja formið á Jóni Arnari í tölulegt samhengi sagði hann að upp á sitt besta hafi hann mælst með hámarks súrefnisupptöku (VO2 max) upp á 91, hámarkspúls upp á 238 (hélt 188 slögum „auðveldlega“) og mjólkursýrugildi upp á 19. Þetta eru tölur sem bestu úthaldsíþróttmenn samtímans eru ennþá að keppast við!

Jón Arnar er alinn upp í sveit og fór fyrst að taka þátt í frjálsíþróttamótum um 12 ára aldur. Verandi af mikilli afreksætt lá keppnin strax vel fyrir honum. Hins vegar fór hann ekki að taka íþróttina alvarlega fyrr en hann var orðinn 26 ára gamall og þá fyrir tilstuðlan og með fullum stuðningi frá konunni sinni. Hann fór strax að skara fram úr og aðeins ári seinna var hann fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum á Atlanta árið 1996. Upplifunin af þeim ólympíuleikum var einstök þar sem hann fékk tækifæri á að sjá bandaríska Draumaliðið í körfubolta og að það hafi verið frábært að sjá NBA-stjörnurnar í matsalnum.

Jón Arnar var líka svo lánsamur að fá að heimsækja Elton John þar sem hann bjó í Atlanta og segir Jón að aldrei á ævinni hafi hann séð eins stóran flygil og í stofunni hjá honum í tvöfaldri penthouse íbúð. Eina eftirsjáin sem Jón Arnar talaði um var að sem fánaberi íslenska liðsins fékk hann að gjöf sérsaumað bútasaumsteppi. Í einhverjum flutningum endaði þetta forláta teppi í Góða Hirðinum og Jón sagðist gjarnan vilja fá að heimsækja teppið ef núverandi eigandi er tilbúinn að gefa sig fram.

Missti hárið

Þegar Jón var 39 ára gamall tók hann ákvörðun um að hætta keppni og nánast frá einum degi til annars hætti hann öllum æfingum sem í rúman áratug hafði verið um sex til átta tímar á dag. Mjög fljótlega eftir að hann hætti æfingu fór hann skyndilega að upplifa svæsið sjálfsofnæmi sem gerði það að verkum að hann missti hvert einasta hár á líkamanum.

Hann horfði bókstaflega á líkamshárin hverfa í sturtuniðurfallið á mjög skömmum tíma og ennþá í dag er hann hárlaus fyrir utan að honum er nýverið farið að vaxa aftur skegg eftir margra ára skeggleysi. Jón telur að skynsamlegra hefði verið eftir, öll þessi ár í daglegum æfingum að, trappa sig niður og með því hefði hann komið í veg fyrir þetta gríðarlega sjokk sem fólst í því að stoppa frá einum degi til annars.

Ótrúlegur árangur

Jón flutti eftir ferilinn til Bretlands þar sem hann lærði kírópraktor eða hnykkingar. Hann segir þetta hafa verið erfið ár af því leiti að hann hafi þurft að setjast á skólabekk og nema fræði sem öll fór fram á flókinni ensku. Á endanum komst hann í gegn um þetta og fimm árum seinna var hann komin aftur til Íslands og hóf starfsferil sinn sem kírópraktor. Í viðtalinu fór hann yfir eðli hnykkinga og útskýrði meðal annars hvað gerist í líkamanum þegar maður heyrir þessi oft á tíðum ógnvekjandi brakhljóð sem hnykkjurum tekst að framkalla.

Jón fór yfir tilfelli þar sem kona sem lent hafði í alvarlegu hestaslysi var rúllað inn til hans í hjólastól. Hann tók af henni stafræna röntgenmynd og sá að mænan var ekki í sundur en allt stoðkerfið algjörlega á skjön. Hann fór rólega af stað með að rétta hana af og eftir nokkur skipti kom hún á hækjum og nokkur skipti eftir það kom hún gangandi og í dag lifir þessi kona eðlilegu lífi og stundar hestamennsku af kappi.

Þetta flotta viðtal við hinn magnaða afreksmann má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð