fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fókus

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2024 14:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Shiana, sem kallar sig @shapedbyshiana á samfélagsmiðlum, var tekin á teppið fyrir framkomu sína í ræktinni.

Það var enginn annar en bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll sem lét hana heyra það. Swoll er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með yfir 7,5 milljónir fylgjenda á TikTok og 4 milljónir á Instagram.

Sjá einnig: Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband

Shiana birti myndband af sér gera réttstöðulyftur með tvö handlóð fyrir framan handlóðarekkann í ræktinni. Myndavélinni var stillt aðeins frá og á einum tímapunkti kom karlmaður að rekkanum til að skila handlóðum og Shiana skammaði hann fyrir að hafa truflað hana, eða réttara sagt myndatökuna.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@thejoeyswoll As a personal trainer and coach, you need to set a better example for the gym community. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll

Joey Swoll var síður en svo ánægður með framkomu einkaþjálfarans.

„Sem einkaþjálfari þarftu að vera betri fyrirmynd fyrir fólkið í ræktarsamfélaginu,“ segir hann.

„Til að byrja með, bara því þú ert að taka upp í ræktinni þá þýðir það ekki að allir aðrir þurfa að hætta því sem þeir eru að gera, eins og að skila lóðunum sínum. Í öðru lagi, þú ert einkaþjálfari. Þú átt að vita betur en að æfa beint fyrir framan handlóðarekkann, hvað þá að taka upp myndband fyrir framan hann. Og ef einhver kemur þá átt þú að færa þig um leið.“

Swoll heldur áfram: „Þessi maður var mjög vingjarnlegur við þig en þú birtir þetta samt. Í alvöru?“

Sama dag birti Shiana aðra færslu sem Swoll gagnrýnir. „Þú birtir mynd af manni ganga í halla á hlaupabretti og gerðir lítið úr honum. Ég vona að eigendur ræktarstöðvarinnar þinnar sjái þetta og banni þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“