fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Una Torfa með nýtt lag á miðnætti

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 14:49

Una Torfa Mynd: Kaja Sigvalda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Torfa gefur út nýtt lag, „Yfir strikið“, þann 12. apríl næstkomandi sem mun verða hluti af fyrstu breiðskífu hennar sem kemur út 26. apríl 2024.

„Ég er mjög gjörn á að tala af mér. Þegar ég er skotin í einhverjum finn ég mig oftast knúna til að halda mjög langar ræður um það. Lagið varð til þegar ég var 17 ára og að upplifa þessar stóru tilfinningar í fyrsta skipti. Ég var alveg að springa úr tjáningarþörf svo ég samdi þetta lag.“

„Þegar ég samdi þetta lag var það mjög einfalt í flutningi. Ég spilaði það ein á gítarinn minn og söng það frekar blíðlega. Núna er soundið jafn stórt og tilfinningarnar sem ég var að semja um sem unglingur.“

„Við Hafsteinn vorum mjög innblásin af 90s grunge rocki þegar við vorum að vinna þetta lag. Selló, rífandi gítar, trommur, bassi og ekkert rugl, bara allar stóru tilfinningarnar bakaðar inn í mixið.“

Fyrsta plata Unu í fullri lengd mun koma út 26. apríl næstkomandi.

„Yfir strikið var síðasta lagið inn á plötuna. Ég mundi eftir því þegar við hljómsveitin mín vorum að leggja af stað í hringferð um landið síðasta sumar. Á einni æfingunni datt okkur í hug að setja lagið í grunge-rock búning og ákváðum að spila það svoleiðis á túrnum. Þegar við komum heim var ég sannfærð um að Yfir strikið yrði að vera með á plötunni.“

Hlustaðu á tónlistina hennar Unu Torfa á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“