fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 18:30

Barkley var heitt í hamsi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltagoðsögninni Charles Barkley fannst ekki mikið koma til sólmyrkvans á mánudag. Eða þá heldur að fólk væri að leggja það á sig að horfa til himins til að fylgjast með þessu. Þvert á móti fannst honum það vera aular sem það gerðu.

„Voruð þið einhverjir af þessum aulum sem sem stóðu úti og störðuð á þetta í dag?“ spurði Barkley í útsendingu á úrslitaleik bandaríska háskólakörfuknattsleik á milli Uconn og Illinois háskólanna.

Samlýsandi Barkley, Ernie Johnson, neitaði því en Barkley hélt áfram eins og Fox News sjónvarpsstöðin greinir frá.

„Jú víst. Hei, við höfum öll séð myrkur. Hættið þessu!,“ sagði Barkley sem gerði garðinn frægan í NBA deildinni á síðustu öld með Philadelphia 76ers og Phoenix Suns. „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu. Það verður komið myrkur þegar við förum út í kvöld.“

Hér á Íslandi var deildarmyrkvi en í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada gátu tugmilljónir séð almyrkva. Fólk keypti sér sólmyrkvagleraugu í stórum stíl og margir hópuðust saman eða héldu veislur. Almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi 12. ágúst árið 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“