fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

„Erfiðustu augnablikin eru í kringum svipleg andlát, sérstaklega þegar ungt fólk fellur frá og börn“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. apríl 2024 10:30

Eftir margra ára eirðarleysi fann Guðmundur loks svarið hjá vinkonu móður sinnar. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Brynjarsson er einn af þeim þremur sem hefur fengið flestar tilnefningar til embættis biskups Íslands. Þessi hógværi Suðurnesjamaður hefur ekki alltaf gengið á guðs vegum og um tíma tók hann biblíutextann full bókstaflega. En hann er ekki hræddur við að endurskoða sjálfan sig og verða farvegur fyrir gott fólk að vinna góð verk innan kirkjunnar.

Við hittum séra Guðmund fyrir í Lindakirkju í Kópavogi, þar sem hann hefur þjónað í rúm tuttugu ár. Hann tekur á móti okkur með Marvin, sjö vetra vinalegum rakka og leiðir okkur um kirkjuna.

Sálgæslan um tíma þungur baggi

Hvað er mest gefandi við þetta starf?

„Það er mjög gefandi að fá að starfa með öllu þessu góða fólki hérna. Mér finnst gaman að pæla í prédikunartextanum, útskýra hann  og túlka til nútímans, fermingarbörnin eru  frábær og skírnir skemmtilegar.“

En erfiðast?

„Erfiðustu augnablikin eru í kringum svipleg andlát, sérstaklega þegar ungt fólk fellur frá og börn,“ segir Guðmundur. „Sálgæsla reyndist mér um tíma nokkuð þungur baggi. Mér fannst að ég þyrfti að leysa úr öllum málum þeirra sem leituðu til mín í sálgæslu og þótti ég vera algjör lúser því ég hafði ekki svör á reiðum höndum við öllu. Það var mér opinberun einn daginn á námskeiði og heyrði sagt að við bærum ekki ábyrgð á velferð skjólstæðinga okkar. Við gerum eins og við getum. Þetta er einfaldur sannleikur, sem ég vissi auðvitað innst inni en fannst það ekki gilda um mig. Það var samt eins og ég væri sleginn utanundir að heyra þetta og það létti mér mjög mikið aðkomu mína að sálgæslu.“

Þetta brot er hluti af helgarviðtali við Guðmund, viðtalið má lesa í heild sinni hér:
Guðmundur var pönkari en vill nú verða biskup – „Sumum fannst það pirrandi að ég skuli hafa hætt að djamma“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“