fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Afhjúpar setninguna sem drap hjónabandið – „Og þá bara missti ég það“

Fókus
Mánudaginn 1. apríl 2024 12:44

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beverly Hills-stjarnan Tori Spelling hefur undanfarin misseri gengið í gegnum áberandi hjónabandserfiðleika með eiginmanni sínum til 18 ára, Dean McDermott. Það vakti athygli á síðasta ári þegar leikkonan sagðist vera blönk og bjó í húsbíl með börnum sínum.

Spelling, sem sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar í unglingaþáttunum Beverly Hills, 90210, hefur nú afhjúpað hvaða dropi fyllti mælinn í hjónabandinu.

„Ég sótti bara um skilnað. Vá ég sagði þessi orð sem ég hef verið að þylja í hljóði í svona 16 ár. Galið,“ sagði Spelling í tilfinningaþrungnu hlaðvarði sínu, misSpelling. McDermott tilkynnti sjálfur á síðasta ári að þau hjónin hefðu skilið að borði og sæng, en nú greinir Spelling frá því að hafa sótt um lögskilnað.

Í hlaðvarpinu hringdi hún í sinn verðandi fyrrverandi og greindi honum frá því að hún hafi farið fram á skilnað. Ekki heyrðist hverju McDermott svaraði heldur aðeins hlið Spelling í símtalinu.

„Mér fannst ég eiga það skilið að fá að sækja um skilnað á undan þér. Þú hafðir sjálfur opinberað okkar einkamál hjá DailyMail,“ sagði Spelling við mann sinn. „Þú sagðir frá öllu sem þú hefur gert mér í gegnum árin svo mér fannst viðeigandi framhald að ég myndi sækja um skilnaðinn. Því þetta var allt eitthvað sem ég hefði aldrei sagt öðrum frá, en þú gerðir það sjálfur.“

Spelling segir að það sé einmanaleg tilfinning að skilja við maka sinn til næstum tveggja áratuga. Hún og McDermott hafi átt dásamlega hveitibrauðsdaga, og það þó þau hafi bæði verið gift þegar þau kynntust.

„Við áttum aðra maka sem við héldum framhjá og fórum frá til að geta verið saman.“

Eftir að börnin komu til sögunnar hafi þó byrjað að halla undan fæti. Lífið hafi þá snúist um börnin og viðurkennir Spelling að hjónabandið hafi setið á hakanum. En það afsaki þó ekki hvernig McDermott kom fram við hana. Spelling segir að í raun hafi þau átt að skilja fyrir löngu síðan.

Dropinn sem fyllti mælinn var þó í júní á seinasta ári eftir rifrildi. McDermott hafði verið að drekka og hafi þá hreytt í hana ónotum sem gerðu að verkum að Spelling fékk alveg nóg.

„Hann sagði: Ugh ég er svo þreyttur á þessu. Ég er búinn að vera að taka til eftir Tori Spelling í 18 ár. Og þá bara missti ég það.“

McDermott fór á Instagram eftir rifrildið og tilkynnti að hjónabandi hans væri lokið. Hann reyndar eyddi færslunni fljótlega en skaðinn var skeður. Í viðtali í nóvember greindi hann sjálfur frá rifrildinu og sagði: „Ég sá ljósið, þessa litlu glóð sem eftir lifði, deyja í augum hennar. Ég birti færsluna því ég var kominn á endastöð. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég hafði brennt allar brýr að baki mér enn einu sinni.“

Hjónin eiga saman fimm börn á aldrinum 7-17 ára en McDermott á eins son úr fyrra sambandi sem er 24 ára.

Spelling fer fram á makalífeyri frá manni sínum og krefst þess að dómstólar svipti McDermott rétti til fjárhagsaðstoðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn