fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Jóhanna Guðrún vill afnema þennan lið úr Söngvakeppninni – Segir þetta brengla niðurstöðuna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2024 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir vill afnema síðasta hluta Söngvakeppni Sjónvarpsins, þegar efstu tvö atriðin keppa í einvígi og áhorfendur kjósa aftur.

Hún ræðir um Söngvakeppnina í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Götustrákar hjá streymisveitunni Brotkast.

„Mér fannst hún áhugaverð,“ hafði hún um keppnina að segja. „Mér fannst erfitt að ákveða mig sjálf hvað mér fannst einhvern veginn, hvernig ég hefði kosið. Mér fannst erfitt að velja eitthvað eitt atriði. Mér fannst margt við hvert eitt og einasta sem að… einhvern veginn… Ég náttúrulega elska Heru, hún er my fairy godmother. Ég er búin að þekkja hana síðan ég var lítil og hún raddþjálfaði mig í mörg ár. Þannig hún er alltaf í hjartanu á mér og er algjör proffi náttúrulega í því sem hún gerir.“

Aðspurð hvaða lag henni hafi þótt best sagði hún:

„Mér fannst eiginlega samt, ef ég á að vera alveg heiðarleg, ekkert laganna standa upp úr eins og þegar til dæmis Svala keppti með Paper eða eitthvað svoleiðis, eða Diljá, þú vissir bara að þetta væri besta lagið. Mér fannst ekkert laganna vera eitthvað miklu betra heldur en eitthvað annað. Þannig að það er líka svolítið það sem að gerði þetta erfitt, þá er þetta orðið smekksatriði í rauninni. Mér fannst Sigga Ózk ótrúlega flott, Aníta var æðisleg.“

Segir bráðabanann rugla í kosningunni

Þau ræða næst um fyrirkomulagið með kosningarnar; að fyrst sé kosið um atriðin fimm sem keppa á úrslitakvöldinu og síðan er einvígi og kosið aftur um efstu tvö atriðin.

„Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna. Þetta gerir það. Svoleiðis að ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ sagði hún.

„Mér fannst öll atriðin hafa sinn sjarma. En ekkert eitthvað eitt sem stóð eitthvað hæst upp úr.“

Með þessu fyrirkomulagi hefði Bashar unnið

Ef það hefði ekki verið einvígi í Söngvakeppninni 2024 hefði Bashar Murad sigrað. Hann fékk 47.663 atkvæði í fyrri kosningum í úrslitunum 2. mars á meðan Hera Björk fékk 32.067 atkvæði. Eftir einvígið voru lokaúrslit þau að Hera var með 100.835 atkvæði og Bashar með 97.495 atkvæði, það munaði 3.340 atkvæðum og mun því Hera Björk vera fulltrúi Íslands í Eurovision í Svíþjóð í maí.

Hægt er að horfa á þáttinn með Jóhönnu Guðrúnu á Brotkast.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda