fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Jóhanna Guðrún fékk bréf frá rússneskum hermanni sem sagðist sálufélagi hennar – „Þetta var pínu skeirí“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2024 18:30

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti viðmælandi Arons Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

Aðspurð um hvað er það klikkaðasta sem hún lenti í eftir Eurovision.

„Það fyrsta sem poppar upp í hausinn á mér er að ég fékk bréf frá hermanni sem var þarna í höllinni í Moskvu. Gæslan var rugluð, gaurar úr hernum með byssur. Þegar maður labbaði inn á svið stóðu þeir hlið við hlið þannig að það var múr af hermönnum. Og einn af þessum gaurum skrifaði mér einhver bréf eftir að ég kom heim og ég hafði aldrei talað við hann,“ segir Jóhanna.

„Eitt bréfið endaði: „Jóhanna I´m Not Just Your Fan, I´m Your Soulmate.“ Og ég man þetta var pínu skeirí, er þessi gaur að fara að koma hingað eða hvað er að fara að gerast hérna?“

„Hugsaðir þú aldrei: „þetta gæti verið rétt hjá honum?,“ spyr Bjarki.

„Nei,“ segir Jóhanna og hlær. „Kannski prófa þetta bara?, nei ég fór ekki þangað.“

Sjá einnig: Jóhanna Guðrún vill afnema þennan lið úr Söngvakeppninni – Segir þetta brengla niðurstöðuna

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“