fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

6 gómsæt matvæli sem hjálpa þér að léttast

Fókus
Sunnudaginn 31. mars 2024 10:30

Hvítlaukslax.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar sumarleyfin eru á næsta leiti og landsmenn fara að flykkjast til Tenerife ákveða margir að taka mataræðið í gegn og byrja í ræktinni – allt í þeim tilgangi að koma sér í form eða halda sér í formi. Til eru ýmsar leiðir til að hjálpa sér í þeirri baráttu og gagnlegasta aðferðin er að forðast það að falla í freistingar og neyta óhollrar fæðu.

En hvað á maður þá að borða þegar hungrið sækir að manni, til dæmis á kvöldin? Vefútgáfa Daily Mail, Mail Online, leitaði til tveggja næringarfræðinga og fékk þá til að mæla með nokkrum fæðutegundum sem, hvoru tveggja, aðstoða fólk í baráttunni við aukakílóin og minnkar þá óslökkvandi löngun í eitthvað óhollt sem stundum gerir vart við sig.


1.) Lax

Laxinn er góður að því leyti að hann inniheldur mikið af góðri fitu og er í raun svokölluð ofurfæða. Að sögn Shonu Wilkinson, næringarfræðings hjá Superfood UK, getur laxinn hjálpað þeim sem fá óstjórnlega löngun í eitthvað óhollt milli mála. „Þetta er olíuríkur fiskur sem er stútfullur af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þyngdartaps og neyslu á omega-3. Lax er einnig góður prótíngjafi – próteinin gera það að verkum að maður er saddur lengur á eftir,“ segir hún.


2. Kínóa

Kínóa er glútenlaust korn sem líkaminn á auðvelt með að melta. Líkt og laxinn telst kínóa vera ofurfæða enda er það einstaklega næringar- og trefjaríkt. Kínóa er talið gagnast þeim sem finna til löngunar í sykur, að sögn næringarfræðingsins Lily Soutter. Þessi korntegund er rík af próteinum og kolvetnum sem gerir það að verkum að sykur frásogast hægt úr meltingarveginum og út í blóðrásina. „Kínóa er gagnlegt þeim sem vilja koma jafnvægi á blóðsykurinn og minnka löngun í sætindi. Allt þetta stuðlar að þyngdartapi,“ segir Lily.


3. Spergilkál

Spergilkál, eða brokkolí, er ekki bara hitaeiningasnautt heldur er það einnig sagt innihalda efnasambönd sem hjálpa líkamanum við að brjóta niður fitu. „Brokkolí er frábær valkostur fyrir þá sem vilja léttast – fyrst og fremst vegna þess að það inniheldur fáar hitaeiningar. Það er þó trefjaríkt og inniheldur mikið af vatni sem hjálpar fólki að minnka inntöku á hitaeiningum,“ segir Shona og bætir við að trefjarnar hægja einnig á meltingunni.


4. Kókosolía

Kókosolían er talin allra meina bót og miklu betri kostur en önnur olía sem við notum alla jafna til matargerðar. Sýnt hefur verið fram á að neysla á kókosolíu dragi úr fitu, til dæmis kviðfitu sem getur verið hættuleg heilsu fólks. „Kókosolían inniheldur einstaklega góðar fitusýrur sem eru miðlungsmettaðar (e. Medium chain triglycerides) sem taldar eru hjálpa til við að auka efnaskipti líkamans,“ segir Lily. „Eiginleikar þeirra gera það að verkum að líkaminn notar þær sem orkugjafa strax í stað þess að fara með þær í geymslu,“ bætir hún við.


5. Möndlur

Möndlur eru hitaeiningaríkar og því borgar sig að gæta hófs þegar þær eru annars vegar. Lily segir að rannsóknir bendi til þess að þær geti hjálpað fólki í baráttunni við ofþyngd. „Sumir forðast það að borða möndlur vegna þess að þær eru hitaeiningaríkar. Þeir sem borða lúkufylli af möndlum á dag eru líklegri til að léttast en þeir sem gera það ekki,“ segir hún. Hún bendir á að möndlur séu góður próteingjafi og innihaldi holla fitu. Þetta gerir það að verkum að maður er saddur í lengri tíma en ella.


6. Avókadó

Það er gömul saga og ný að avókadó-ávöxturinn er meinhollur. Avókadó inniheldur talsvert af fitu en þar sem um holla fitu, svokallaða einómettaða fitu, er að ræða þarf fólk ekki að hafa of miklar áhyggjur af henni. Hið háa hlutfall af fitu gefur góða mettandi tilfinningu og því er avocado frábær valkostur í staðinn fyrir majónes eða smjör ofan á brauð svo dæmi séu tekin. „Avókadó inniheldur einnig amínósýruna L-karnitín sem líkaminn notar þegar hann notar fitu sem orkugjafa,“ segir Shona sem mælir með því að fólk borði um hálft avókadó á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“