fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Styður frumvarp um dánaraðstoð og rifjar upp átakanlega sögu tengdaföður síns

Fókus
Miðvikudaginn 27. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp Katrínar Sigríðar J. Steingrímsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, til laga um dánaraðstoð er til meðferðar á Alþingi. Á þriðja tug umsagna hafa borist um frumvarpið frá bæði félagasamtökum og einstaklingum. Meðal þeirra sem veitt hafa umsögn um frumvarpið er Eyþór Eðvarðsson em hann rifjar í umsögninni upp sögu tengdaföður síns, sem þjáðist mjög af krabbameini í heila og var meðal þeirra fyrstu sem þáðu dánaraðstoð í Hollandi þegar hún var lögleidd þar árið 2002.

Í fyrstu grein frumvarpsins segir:

„Markmið laga þessara er annars vegar að heimila einstaklingum sem glíma við ólæknandi sjúkdóm og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð og hins vegar að heimila læknum, að nánari skilyrðum uppfylltum, að veita slíka aðstoð. Lög þessi gilda þegar einstaklingur hefur að eigin frumkvæði lýst yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja til þess að njóta aðstoðar við að binda enda á líf sitt.“

Eyþór segir í umsögn sinni við frumvarpið að hann styðji það og telji tímabært að lögleiða dánaraðstoð á Íslandi. Hann gerir þó sérstaklega athugasemd við 6. grein frumvarpsins sem hljóðar svo:

„Hið minnsta verður einn mánuður að líða á milli þess sem sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð þar til læknir má veita honum dánaraðstoð. Sjúklingur hefur rétt til að draga ósk sína til baka hvenær sem er og með hvaða hætti sem er. Læknir skal ganga úr skugga um að hann búi yfir öruggri vitneskju um að sjúklingur óski enn eftir dánaraðstoð áður en hún er framkvæmd.“

Mánuður geti verið of langur tími

Eyþór segist telja að það sé ekki gott að hafa þennan mánaðar biðtíma. Hann vísar í tilfelli tengdaföður síns og segir hann hafa verið meðal þeirra fyrstu sem þáðu dánaraðstoð í Holandi þegar hún var lögleidd þar 2002. Hann segir tengdaföður sinn hafa fengið dánaraðstoðina 11 dögum eftir að lögin tóku gildi.

Þegar hann hafi farið fram á dánaraðstoð hafi hann verið langt leiddur af krabbameini í heila. Hann hafi verið stöðugt þyrstur og með þurran munn en ekki getað kyngt og því hvorki getað neytt vatns né matar:

„Hann var rúmliggjandi og háður öðrum með allar sínar þarfir. Hann gat ekki blikkað augunum og þurfti reglulega að fá aðstoð við að setja krem í augun. Hann upplifði miklar kvalir og átti sér enga aðra ósk en að fá að fara sem fyrst.“

Eyþór segir að heimilislæknir tengdaföður hans hafi sett ferlið af stað. Óháður læknir hafi komið á staðinn og staðfest að tengdafaðir Eyþórs væri með ráð og rænu og að hann upplifði óbærilegan sársauka og að engin von væri á bata og endalokin væri framundan. Þar með hafi verið staðfest að öll skilyrði fyrir dánaraðstoð væru uppfyllt. Dánaraðstoðin hafi, að ósk tengdaföður hans, verið veitt samdægurs. Heimilislæknirinn hafi gefið honum sprautu sem svæfði hann og aðra sem endaði líf hans. Fjölskyldan hafi setið hjá honum á meðan og endalokin verið friðsæl.

Eyþór segir að fyrir mann í þeirri stöðu sem tengdafaðir hans var í hefði verið afar erfitt að bíða í einn mánuð. Slíkt hefði aukið á þjáningar hans.

Hann segir í lok umsagnarinnar að ef ástæða sé til að halda í þennan tímaramma frumvarpsins sé mikilvægt að gera greinarmun á sjúklingum sem séu í hörmulegum aðstæðum og við dauðans dyr eins og tengdafaðir hans og þeim sem séu ekki deyjandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“