fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af Hamasliðum

Pressan
Miðvikudaginn 27. mars 2024 17:30

Amit Soussana. Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amit Soussana hefur fyrst þeirra ísraelsku kvenna sem hnepptar voru í gíslingu Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn tjáð sig opinberlega um það kynferðislega ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan gíslingunni stóð. Hún var gísl Hamas í 55 daga en var meðal þeirra gísla sem Hamas sleppti lausum í nóvember eftir að samningar náðust milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda.

CNN greinir frá og vitnar í ítarlegt viðtal sem Amit Soussana veitti New York Times.

Henni var rænt af heimili sínu 7. október af um tug manna. Hún var lamin og flutt með valdi til Gaza-svæðisins. Auk kynferðisofbeldisins sem hún varð fyrir á meðan gíslingunni stóð var hún meðal annars læst ein inni og hlekkjuð með keðju sem var fest utan um ökkla hennar.

Það kemur ekki fram í frétt CNN hversu gömul Amit Soussana er en hún er lögfræðingur. Samtök fjölskyldna þeirra sem Hamas tók í gíslingu 7. október segja hana vera hetju sem og þau sem enn eru í gíslingu Hamas 172 dögum síðar.

Amit Soussana var í haldi á ýmsum stöðum á Gaza meðal annars í neðanjarðargöngum og á heimilum fólks.

Hún segir að þegar hún hafði verið í gíslingu í nokkra daga hafi maðurinn sem fylgdist með henni byrjað að spyrja hana út í kynlíf hennar. Henni var haldið fanginni á þessum tímapunkti í barnaherbergi og var hlekkjuð við rúm með keðju sem var utan um annan ökklann. Hún segir að maðurinn hafi stundum setið á rúminu og lyft upp bol sem hún var í og snert hana. Maðurinn hafi sífellt verið að spyrja hana um blæðingar hennar. Þann 18. október hafi blæðingarnar hætt en hún hafi látið eins og hún væri enn á blæðingum í tæpa viku.

Kynferðisofbeldi undir byssukjafti

Það var um það bil þann 24. október sem umræddur maður, sem kallaði sig Muhammad, réðst á Soussana. Hún segir að snemma um morguninn hafi hann losað keðjuna og skilið hana eina eftir á baðherbergi. Hún segist hafa afklæðst og byrjað að þvo sér í baðkari sem þar var en hann hafi fljótt komið aftur með skammbyssu í hönd.

Hann hafi gengið að henni og þrýst skammbyssunni að enni hennar. Hann sló hana og neyddi hana til að taka af sér handklæði sem hún hafði sett utan um sig. Hann káfaði á henni og sló hana aftur.

Frekari lýsingar á ofbeldinu sem Amit Soussana mátti þola af hálfu Hamas er ekki að finna í umfjöllun CNN en viðtalið við hana er aðgengilegt áskrifendum New York Times.

Ayelet Levy Shachar móðir hinnar 19 ára gömlu Naama Levy sem einnig var tekin í gíslingu 7. október segir að frásögn Soussana sé enn ein sönnun þess að gíslarnir hafi mátt þola andlegt, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi dag hvern. Þennan dag náðust einmitt myndir af Levy á meðan  hún var dregin á hárinu út úr jeppa og sjá mátti að buxur hennar voru útataðar í blóði.

Shachar segir Amit Soussana hafa eins og hinir gíslarnir gengið í gegnum martröð og það verði að fá þau sem enn eru í gíslingu laus áður en það verður um seinan.

Fyrr í þessum mánuði gáfu Sameinuðu þjóðirnar út skýrslu þar sem niðurstöðurnar voru þær að afar líklegt sé að Hamas hafi beitt nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi í árás sinni 7. október. Í skýrslunni kemur fram að það séu skýrar sannanir fyrir því að gíslum hafi verið nauðgað á Gaza og að þau sem enn séu í gíslingu megi þola slíkt ofbeldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af