fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fókus

Fær ekki lengur augngotur í búðinni – „Fólk sem er stærra er með skotmark á bakinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 20:30

Mynd/Instagram @arnavilhjalms

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Arna Vilhjálmsdóttir ætlaði sér ekki að verða þrítug. Hún bjóst við að lífið yrði búið fyrir þann tíma og var orðin sátt við þann möguleika. Í dag er hún 33 ára, hamingjusöm í eigin skinni og lítur björtum augum til framtíðar.

Hún tók þátt og sigraði í Biggest Loser árið 2017. Hún missti 60 kíló á hálfu ári en árunum eftir keppnina þyngdist hún aftur og meira. Það hafði engin áhrif á hversu mikið hún elskaði sig sjálfa, hún var örugg í eigin skinni en af heilsufarsástæðum ákvað hún að fara í magaermi fyrir ári síðan. Síðastliðið ár hefur orðið útlitsbreyting á henni og það er ekki það eina sem er búið að breytast, heldur kemur fólk allt öðruvísi fram við þetta.

Arna segir frá þessu í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
08:07

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og Google Podcasts.

Arna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Stuttir pistlar hennar á Instagram vekja reglulega mikla athygli þar sem hún ræðir hreinskilið og hispurslaust um andlega líðan, sjálfsást og líkamsímynd.

Hún birti fyrir stuttu fjórar myndir af sér sem voru teknar á mismunandi tíma í lífi hennar. Hún segir að fólk komi öðruvísi fram við hana eins og hún er núna, á neðri myndunum, heldur en hún var, á efri myndunum.

Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan prófaðu að endurhlaða síðuna.

Arna ræðir þetta nánar í Fókus. „Sérstaklega þegar ég er í búðinni, ef ég er með eitthvað óhollt í körfunni minni. Nú bý ég úti á landi og þarf að fara í Bónus í hvert skipti sem ég kem hingað til Reykjavíkur, og ef ég er með eitthvað óhollt í kerrunni þá fæ ég ekki lengur þessar augngotur: „Já þess vegna ertu svona, það er af því að þú ert að kaupa þetta.““

Arna hefur einnig tekið eftir því að það er komið allt öðruvísi fram við hana í fataverslunum, nú er henni boðin aðstoð sem var ekki venjan áður.

„Það er öðruvísi leyfi á mann. Viðmótið hjá fólki er allt öðruvísi. Fólk sem er stærra er með skotmark á bakinu. Fólki finnst það mega segja hvað sem er. Ég var í viðtali hjá Ísland í dag á Stöð 2 þegar ég var nýfarin að vinna sem þjálfari hjá Kvennastyrk og þá kom mynd af mér og einhver sagði: „Ég myndi aldrei treysta þessari feitu jussu fyrir því að þjálfa mig.“ Eða eitthvað svona. Án þess að vita neitt um mig,“ segir hún.

„Af því að ég var þjálfari og feit þá mátti bara segja hvað sem er. En núna er ég að færast meira í áttina að vera í samfélagslega samþykktum líkama og ég finn gríðarlegan mun. Mér finnst til dæmis ekki horft jafn mikið á mig í klefanum þegar ég fer í sund.“

Arna ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Örnu Vilhjálms á Instagram. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Hide picture