fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Snorri vill sjá skemmtigarð eins og Lególand opna á Íslandi – Alveg til í að fjármagna það með afgangi af launum sínum sem forseti

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 07:47

Snorri Óttarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti gestur Alkastsins er forsetaframbjóðandi númer 15 af 18 að svo stöddu; Snorri Óttarsson.

Snorri er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur verið búsettur í Horsens í Danmörku síðan 2007. Rétt fyrir kreppu fluttu þau hjónin og voru mjög heppin því þau borguðu aðeins 300 þúsund fyrir leigu á 20 feta flutningagám sem hálfu ári seinna hefði kostað nálægt milljón vegna hruni á íslensku krónunni. Snorri er menntaður húsasmiður en hefur svo í Horsens bætt við sig tveimur háskólagráðum. Hann hefur starfað við ýmislegt og verið mikið í akstri síðustu árin ásamt öðru.

Snorri er mikil fjölskyldumaður og nefnir í viðtalinu að nú sé hann á landinu því faðir hann er mjög veikur á spítala um þessar mundir. Börn Snorra eru komin úr hreiðri að mestu leyti og munu því að öllum líkindum ferðast með honum á Bessastaði ef af því verður. Eiginkonan hans styður hann heilshugar og myndi líklega koma með og standa sína plikt sem hin íslenska forsetafrú, enda vön álagi.

Áherslur Snorra í þessu forsetaframboði snúa að því að virkja Bessastaði eins og Ástþór Magnússon einnig leggur áherslu á og þá í þágu friðarmála. Snorri, eftir öll þessi ár í Danmörku, segir klárlega vanta visst sameiningartákn inn í íslenskt samfélag. Honum finnst ríkja mikil spilling inn á þingi sem og í einkageiranum sem hann vill meina að þurfi að breytast. Hann segir alveg óhæft að fyrirtæki taki ekki meiri samfélagslega ábyrgð og tekur undir orð Gunnars þáttarstjórnanda um að viss yfirfallsventill á sjóðum einkafyrirtækja sé æskilegur ef heilbrigt samfélag eigi að vera mögulegt.

Snorri Óttarsson.

Til í að fjármagna skemmtigarða hérlendis

Snorri segist vera maður fólksins. Hann sem ungur drengur var afar hlédrægur og að eigin sögn inn í skel. Hann horfði á föður sinn í sinni æsku sem afar mannblendin einstakling sem blandaði geði við fólkið á götunni. Nú í dag segist Snorri vera komin út úr skelinni og vera tilbúin í alla þá félagslegu þætti sem forsetaembættinu fylgir.

Gunnar spurði Snorra hvort að visst vitsmunalegt eða fræðilegt bolmagn þyrfti ekki að vera til staðar sem sterkur eiginleiki forsetans og Snorri segir að sjálfsögðu sé það mikilvægt en fyrst og fremst sé hann drifin af heiðarleika og mennsku sem honum klárlega finnst vanta. Hann segist ekki vera sækjast eftir persónulegum metorðum eða peningum í þessu samhengi og segist meira að segja vera tilbúinn til að deila launum sínum sem forseti í þágu lýðheilsu og velferðar. Hann á sér draum um að skapa skemmtigarða sem allir hafa aðgengi að gegn vægu gjaldi eins og í Danmörku og nefnir í því samhengi Lególand og segist alveg til í að fjármagna svoleiðis skemmtigarða sjálfur með afgangi af launum sínum sem forseti.

Hans nálgun á fíkniefnamál

Snorri trúir ekki á refsingu í málum fíkniefnaneytanda og vill sjá að stjórnvöld taka nýja stefnu í þeim málaflokki. Hann vill fá að sjá meiri manngæsku í málum þeirra sem minna mega sín gagnvart fíkniefnadjöflinum. Hann leggur meira að segja til að ríkið framleiði sjálft einskonar lyf eða töflur sem væri þá bara úthlutað til fíkla til að koma þeim undan þeirri ánauð sem fylgir því að skaffa sér efni af glæpamönnum.

Þessa dagana er Snorri að vinna hart að því að skaffa sér nógu margar undirskriftir til að uppfylla þau skilyrði sem til þarf svo að hann geti hafið baráttuna. Honum vantar en mikið af undirskriftum en þegar þetta viðtal var tekið var hann einungis komin með 8 undirskriftir svo talsvert langt er land ef þá á takast en hann er vongóður og trúir að ef hann á að komast á Bessastaði mun það gerast.

Þáttinn í heild sinni má sjá á spilaranum hér fyrir neðan og einnig má hlusta á Alkastið á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“