fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Júlí vann sig upp úr fjárhagsvanda og er með þessi sparnaðarráð

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 17:00

Júlí Heiðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlí Heiðar Halldórsson tónlistarmaður, leikari og sérfræðingur hjá Arion banka greinir frá því í viðtali við þáttinn Dagmál á Mbl.is að hann  hafi farið óvarlega í fjármálum á sínum yngri árum en náð að vinna sig út úr því og spara peninga meðal annars með því að draga úr þátttöku sinni í skemmtanalífinu og hætta að drekka áfengi.

Hann segist hafa komið sér í slæma stöðu vegna tíðs djamms á árunum þegar hann var 18-22 ára. Júlí segist viðurkenna það fúslega að hann hafi tekið of mikið af smálánum til að fjármagna skemmtanahaldið og hann hafi á þeim tíma haft lítinn skilning á fjármálum.

Júlí segist hafa lent í erfiðleikum með að standa í skilum en frændi hans, sem hafði reynslu úr fjármálaheiminum, hafi ráðlagt honum að hafa samband við lánveitendurna því það væri öruggt að þeir vildu umfram allt fá lánin endurgreidd og þess vegna gæti hann samið um greiðslur.

Það hafi tekist á rúmlega tveimur árum að losna úr vandanum.

Hann segir þessa reynslu hafa meðal annars kennt sér hvernig best er að greiða af lánunum sínum. Best sé að byrja á því lægsta og greiða það niður. Eftir það öðlist maður meiri trú á að maður geti ráðið við skuldirnar.

Ýmsar leiðir til sparnaðar

Þegar kemur að sparnaði segir Júlí að oft hafi því verið fleygt fram að besta leiðin til að spara sé að hætta að borða. Það séu hins vegar aðrar leiðir betri til dæmis að eyða minna í netverslunum. Hægt sé að spara þó í matarinnkaupum meðal annars með því að kaupa síður mat á skyndibitastöðum og kaffihúsum en frekar í matvöruverslunum.

Júlí mælir einnig með því að fólk taki ákveðinn hluta af launum sínum til hliðar í hverjum mánuði og leggi inn á læstan sparnaðarreikning með góðum vöxtum eða fjárfesti í sjóðum.

Hann segir mörg dæmi vera um eyðslu sem teljist vera óþarfi. Til að mynda áskriftir að öppum í símum.

Hann mælir með því að fólk færi heimilisbókhald:

„Þá ertu með miklu betri yfirsýn.“

Þegar Júlí er spurður hvað hann hafi hætt að kaupa til að spara meira segir hann áfengið hafa orðið fyrir valinu og segir það mjög góða sparnaðarleið.

Brot úr viðtali Dagmála við Júlí má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram