fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Meiriháttar öryggisbrot – Starfsfólk reyndi að skoða sjúkraskrá Katrínar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn London Clinic sjúkrahússins hafa hafið rannsókn á fullyrðingum um að trúnaður við Katrínu hertogaynju hafi verið brotinn á meðan hún var sjúklingur þar í lok janúar, þar sem að minnsta kosti einn starfsmaður er sagður hafa verið gripinn við að reyna að komast í sjúkraskrá hennar.

Í frétt Mirror kemur fram að ásakanirnar hafi valdið miklum usla á sjúkrahúsinu sem er í Marylebone, miðborg London, og hefur gott orð á sér fyrir að sinna og halda trúnaði við konungsfjölskylduna, fyrrverandi forseta, forsætisráðherra og fræga fólkið.

„Þetta er mikill öryggisbrestur og ótrúlega skaðlegt fyrir sjúkrahúsið, í ljósi þess að það er með óflekkað orðspor þegar kemur að meðlimum konungsfjölskyldunnar. Háttsettir yfirmenn sjúkrahússins höfðu samband við Kensington Palace strax eftir að þeim varð kunnugt um atvikið og fullvissuðu þeir höllina um að það yrði full rannsókn gerð á atvikinu. Allt heilbrigðisstarfsfólkið er í áfalli vegna atviksins og óánægt yfir ásökununum og er mjög sárt yfir því að traustur samstarfsmaður beri mögulega ábyrgð á slíku trúnaðar- og siðabroti.“

Í Bretlandi er það refsivert ef starfsmenn í NHS (opinbera heilbrigðisþjónustan) eða einkarekinni heilbrigðisþjónustu fái aðgang að sjúkraskrám sjúklings án samþykkis gagnaeftirlits stofnunarinnar. Lögreglan hefur ekki staðfest um hvort að atvikið hafi verið tilkynnt tilhennar.

Talsmaður upplýsingaskrifstofu (ICO) sagði: „Við getum staðfest að við höfum fengið tilkynningu um brot og erum að meta upplýsingarnar sem gefnar eru.“

London Clinic hefur ekki tjáð sig um málið, en sagði þó í yfirlýsngu:„Við trúum því staðfastlega að allir sjúklingar okkar, óháð stöðu þeirra, eigi skilið algjört næði og trúnað varðandi læknisfræðilegar upplýsingar sínar. 

Heimildarmenn segja sjúkrahúsið hafa tilkynnt meint brot til Kensingtonhallar um leið og málið að sögn heimildarmanna. Kensingtonhöll segir: „Þetta er mál fyrir London Clinic.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“