fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Enn einn myndaskandall Katrínar – Sögð hafa breytt mynd af Elísabetu drottningu umkringdri konungsbörnum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á ekki af Katrínu hertogaynju að ganga. Eftir myndaskandalinn fyrir stuttu tengdan mæðradagsmynd hennar með börnum sínum þar sem ljósmyndasérfræðingar fundu að minnsta kosti 16 atriði sem átt hafði verið við í myndvinnslu hefur ársgömul mynd verið dregin aftur fram í sviðsljósið og Katrín sökuð um að hafa átt við hana líka.

Myndin sem um ræðir er mynd sem Katrín af Elísabetu drottningu heitinni og barnabörnum hennar og barnabarnabörnum. Myndin var birt af Buckinghamhöll á deginum sem Elísabet hefði orðið 97 ára, 21. apríl 2023, en hún lést 8. september 2022.

Þrátt fyrir að myndin hafi verið á netinu í næstum ár, tilkynnti Getty Images á mánudag að átt hefði verið við myndina í myndvinnslu. „Getty Images hefur farið yfir myndina sem um ræðir þar sem fram kemur að myndinni hafi verið breytt fyrir birtingu,“ sagði talsmaður Getty við The Telegraph.

Myndina tók Katrín í fjölskylduferð til Balmoral sumarið 2022. Með drottningunni eru börn Katrínar og Vilhjálms Bretaprins, Georg, 10 ára, Charlotte, átta ára, og Lúðvík, fimm ára, ásamt frændsystkinum þeirra.

Í frétt Telegraph er bent á „nokkur ósamræmi“, þar á meðal lóðrétta lína þar sem mynstrið á pilsi drottningar passar ekki samar og stafræn endurtekning á hári Mia Tindall, en í greininni er bent á sjö mismunandi frávik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu