fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Katrín gefur kjaftasögunum langt nef – Sást á almannafæri um helgina

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 11:30

Katrín hertogaynja Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton sást með eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprinsi um helgina í heimsókn í uppáhalds bændabúðinni sinni í Windsor og leit hún út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð“ eins og segir í fréttum breskra miðla nú í morgunsárið.

Hjónin heimsóttu búðina á laugardag eftir að hafa horft á börnin sín stunda íþróttir og ljóst er að Katrín er að stíga fyrstu skrefin aftur til opinberra starfa eftir kviðarholsaðgerð sem hún gekkst undir í janúar. 

Búðin Windsor Farm Shop er innan við 2 km frá heimili fjölskyldunnar í Adelaide Cottage þeirra. Ljóst er að þessi heimsókn færir breskum almenningi fullvissu um að allt sé í lagi með Katrínu, en fjölmargar kjaftasögur hafa flogið um heilsu hennar og af hverju hún hvarf úr sviðsljósinu eftir aðgerðina í janúar, og það þrátt fyrir að Kensington-höll hafi þá strax gefið út að Katrín yrði í veikindaleyfi og myndi ekki snúa aftur til opinberra skyldustarfa fyrr en eftir páska.

Vitni sem sá hjónin sagði við The Sun í gærkvöldi: „Eftir allar sögusagnirnar sem höfðu verið á kreiki varð ég agndofa að sjá þau þarna. Kate var úti að versla með William og hún virtist ánægð og hún leit vel út. Krakkarnir voru ekki með þeim en þetta er svo gott merki, hún var nógu hraust til að skjótast í búðir.“

Síðast sást til Katrínar við skyldustörf á jóladag og áætlað er að hún snúi aftur til opinberra starfa eftir 17. apríl, þegar börnin hennar byrja aftur í skóla eftir páskafrí. Nú er þó vonast eftir að hún mæti fyrr til starfa og þá í árlegri páskahátíð í St George kapellunni á Windsor-eigninni. Yrði það þá á páskadag með hefðbundinni fjölskyldugönguferð sem fjölmiðlar mynda.

Sögusagnir sem flogið hafa í fjarveru Katrínar hafa verið allt frá því að hún sé að jafna sig eftir „brasilíska rasslyftingu“ eða í dái, grínast hefur verið með að hún sé keppandi í The Masked Singer sjónvarpsþættinum eða gæti jafnvel hafa verið rekin frá konungsfjölskyldunni.

Þrátt fyrir álagið sem er á hjónunum þessa dagana er búist við því að þau muni halda þeirri hefð að birta opinberrar myndir á afmælisdögum barnanna og næst á Lúðvík prins afmæli, 23. apríl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu