fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ragga varð kjaftstopp þegar hún hitti DiCaprio – „Allt annað en venjulegur gaur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 10:30

Ragga Ragnars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á Ólympíuleikunum og líka í leiklistarbransanum, það er magnað hvað maður er búinn að kynnast mikið af fólki sem er búið að standa sig vel í báðum þessum brönsum,“

segir sundkonan og leikkonan Ragga Ragnars, sem er nýjasti viðmælandi Arons Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

Segist hún hafa reynt að labba við hliðina á kínverska körfuknattleiksmanninum Yao Ming á Ólympíuleikunum, og vinkonur hennar ætlað að smella mynd af því. Ming er 2,29 m á hæð og því töluvert hávaxnari en Ragga sem er 1,88 m á hæð.

„Ég verð rosalega sjaldan „star-struck„. Þegar ég hitti Leonardo DiCaprio í fyrsta skipti þá varð ég „star-struck„ og ég kom ekki upp orði. Ég ætlaði að segja „Hæ, How´s It Going?“ segir Ragga en segist bara hafa muldrað eitthvað í staðinn. „En í annað skiptið sem ég hitti hann þá gat ég tekið í hendina á honum og heilsað honum.“

Ragga hitti stórleikarann í bransapartýi í Los Angeles þar sem hún var í skóla. Hún segist þó ekki þekkja hann, en hafa hitt hann.

„Hann er allt annað en venjulegur gaur. Hann var að vinna fyrst þegar ég hitti hann við að taka upp Revenant og var með skeggið og hárið og leit svona ekki út eins og hann lítur út þegar við hugsum um hann. Það var svona ára í kringum hann, hann er bara öðruvísi, það er bara aðdráttarafl, eða X-Faktor eða hvað maður á að kalla það. Hann var upp á vegg hjá mér þegar ég var 13-14 ára, ég var fan og með plakötin upp á vegg.“

Leonardo DiCaprio í hlutverki hans í Revenant. Myndin kom út árið 2015 og vann DiCaprio Golden Globe Screen Actors Guild, BAFTA, Critics’ Choice og Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt.

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“