fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Týndi sjálfri sér eftir taugaáfall á barnsaldri – „Ég fór ekki út úr húsi, ég fór ekki upp í bíl í sjö mánuði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 11:59

Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún hafnaði í öðru sæti í Idolinu. Hress persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára aldurinn fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún varð hrædd við allt og alla, fór ekki í bíl í sjö mánuði og þorði varla út fyrir hússins dyr. Það tók hana mörg ár að vinna úr áfallinu og þakkar hún fjölskyldu sinni fyrir að hafa komist í gegnum þetta. Í dag er hún á betri stað en viðurkennir að hún sé ekki hundrað prósent hún sjálf ennþá, hún á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þar kemur tónlistin sterk inn. Jóna finnur mikla svörun í tónlist og er það hennar sálfræðitími.

Hún ræðir þetta og margt fleira í nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér að neðan. Einnig er hægt að hlusta á Spotify, Apple Podcasts og Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

„Ég hef alltaf verið mjög hress. Mamma og fjölskylda mín tala mikið um hvað ég var alltaf brosandi og sönglandi, mér leið rosa vel þegar ég var barn,“ segir Jóna.

„Þegar ég var í öðrum eða þriðja bekk í grunnskóla lenti ég í einhvers konar taugaáfalli og eftir það þá hvarf ég svolítið. Mamma hefur oft talað við mig, með tárin í augunum, um að á þessum tíma þá tók fjölskyldan sig saman: „Við þurfum að fá Jónu aftur.“

Ég fór ekki út úr húsi. Ég fór ekki upp í bíl í sjö mánuði og fór ekki í strætó í níu mánuði. Ég man svo mikið eftir því, að vera svona lítil og eiga bara að vera að leika mér með barbí og Baby Born en ég var bara skíthrædd við allt. Ef það kom vindur eða eitthvað þá bara undir rúm með dótið sem mér þótti vænst um.“

Jóna var lengi að finna sig sjálfa á ný og vinna bug á óttanum, hún man enn daginn sem hún leit í spegil og fann að hún var ekki lengur hrædd.

„Þetta hafði gríðarleg áhrif á mig og það tók alveg mörg ár að vinna úr þessu. Ég man ennþá daginn sem ég horfði á mig í spegli og hugsaði: Vá, mér líður bara vel. Ég er hamingjusöm og finn ekki fyrir því að vera stressuð eða kvíðin. Þá var það búið að vera ferðalag í átta til níu ár, að vinna úr því að vera kvíðasjúklingur. Það eru alls ekki margir sem vita þetta,“ segir Jóna og bætir við að hún komi utan af landi og þar var auðveldara að láta lítið fyrir sér fara.

Jóna Margrét. Mynd/Instagram @jonamargret_

„Ekkert virkaði“

Eins og fyrr segir tók það Jónu langan tíma að verða hún sjálf aftur. „Það var heilmikil vinna og þegar þú ert svona ung og lítil þá áttarðu þig ekki endilega á því,“ segir hún.

„Mamma sendi mig til sálfræðings og alls konar, námsráðgjafa og ég veit ekki hvað og hvað, og ekkert virkaði. Ég skildi ekki neitt, ég var svo lítil og ég skildi þetta ekki.“

Líf Jónu breyttist skyndilega, það var eins og það hafi verið slökkt á rofa eða smellt fingrum. Allt í einu var hún ekki brosandi, sönglandi og lífsglöð, heldur stressuð og kvíðin og þorði ekki út úr húsi.

„Þetta gerðist á einu augnabliki. Eins og ég segi, þegar maður er svona ungur og lendir í einhvers konar áfalli, þú ert svo lítill, eins og hjá mér; æskan mín og fjölskylda mín, þetta er allt mjög hamingjusamt fólk sem hefur endalausa umhyggju að gefa og það er alltaf einmitt spjall og væntumþykja, svo gríðarlega mikil. Þannig á þessum tíma gerðist eitthvað, ég lenti í þessu áfalli, eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað […] Ég var þarna án allrar varnar, ekki með fjölskyldunni minni og þá bara klikkaði eitthvað. Eftir það var ótrúlega mikil vinna fram undan.“

Jóna fer nánar út í þetta tímabil og hvernig henni tókst að vinna sig úr því í þættinum sem má horfa á hér að ofan. Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Jónu Margréti á Instagram og TikTok. Við mælum líka með því að þú kíkir á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture