fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Óskar byrjaði að fá kýli um allan líkama eftir slysið – Segir lækna hafa sagt skaðann ólæknanlegan en fann lausnina sjálfur

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2024 10:34

Myndir af kýlinu sem myndaðist á hálsinum á honum. Óskar fékk mörg svona kýli út um allan líkama eftir slysið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í hlaðvarpsþættinum Alkastið er enginn annar en Óskar Grétuson, einnig þekktur sem Boris.

Óskar vann Sterkasti maður Íslands fjögur ár í röð, frá 2005 til 2008. Hann keppti einnig í sterkasti maður heims með góðum árangri.

Óskar ólst upp á Grundarfirði áður en hann flutti í Fellahverfið í Reykjavík. Þar upplifði hann að vera talsvert á skjön og átti erfitt með að eignast vini og upplifði mikið einelti og þá einna helst því hann var þykkur í vextinum.

Sem unglingur hóf hann störf hjá Landhelgisgæslunni og upplifði mikið áfall við björgun flutningarskipsins Víkartinds. Skipið fékk á sig tvöfalt brot og lagðist á hliðina með þeim afleiðingum að lærimeistari hans, Elli, lét lífið eftir að hafa fengið alvarlegt höfuðhögg.

Óskar var sterkasti maður Íslands fjögur ár í röð.

Undarleg einkenni og verkir eftir slys

Óskar kynntist kraftlyftingum og sýndi þar mikla hæfileika og mikinn metnað. Hann óx fljót í metorði og lærði af mörgum af bestu kraftlyftingarmönnum Íslands.

Í sinni síðustu lyftu á hans síðasta móti – sem hann tók þátt í – stórslasaðist hann og, að eigin sögn, bókstaflega murkaði á sér taugakerfið með þeim afleiðingum að hann keppti aldrei aftur.

Við tók mjög erfitt tímabil þar sem Óskar glímdi við allskonar verki og undarleg einkenni sem læknar áttu erfitt með að kortleggja en einn ráðlagði honum að skella sér bara í nudd. Óskar vissi það ekki þá en það var upphafið á einhverju ótrúlegu.

Myndir af kýlinu sem myndaðist á hálsinum á honum. Hann fékk mörg svona kýli út um allan líkama eftir slysið. Læknar vissu ekkert og gátu engan vegin útskýrt hvað var í gangi. Afleiðingar þessa taugaskaða sem hann varð fyrir í sinni síðustu lyftu á sínu síðasta móti.
Kýlið.

Óskar byrjaði að nudda sjálfan sig með undraverðum árangri. Hann fór að upplifa að með því að grafa sig inn í taugakláða og verki tókst honum að flytja til áfallaeiningar sem voru að valda stíflum í taugakerfinu og með því náði hann smátt og smátt heila þennann skaða sem læknar höfðu sagt honum í algjörum vanmætti og úrræðaleysi að væru ólæknanlegir og þess vegna krónískir.

Smátt og smátt hefur Óskar náð heilbrigði og á þessum fjórtán árum síðan slysið varð hefur honum tekist að snúa lífi sínu við og starfar nú sem einn af öflugustu meðferðaraðilum á landinu.

Pakkaði Gunnari eins og sardínu

Gunnar, umsjónarmaður Alkastsins, fór sjálfur til Óskars fyrir tveimur vikum síðan og hann sagði orðrétt að eftir að hafa farið í ótal nuddtíma í gegnum tíðina en aldrei hafði hann upplifað það sem hann upplifði í þessum 90 mínútna nuddtíma sem hann fékk frá Óskari. Hann talaði um að hafa gefið sig alfarið á vald Óskars sem náði bókstaflega að kremja hann eins og sardínu og náði að losa um spennu í líkamanum sem Gunnar vissi ekki einu sinna að hann hýsti innra með sér.

Óskar í dag.

Það sem Gunnari fannst einnig áhugavert var að hann fann fyrir miklu trausti til Óskars, sem losaði stíflur og opnaði fyrir orkuflæði.

Óskar er talsvert fluttur á milli landa af viðskiptavinum og hefur hann flogið meðal annars til Bandaríkjana, Englands, Frakklands, Þýskalands og meira að segja yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu, því þeir erlendu viðskiptavinir sem Óskar hefur meðhöndlað segja það sama og Gunnar, að þeir hafi aldrei upplifað neitt þessu líkt hvað varðar snertingu og innsæisríka nálgun Óskars.

Hæfileiki hans er sjálflærður og segir Óskar að hann hafi það á tilfinningunni að hann njótti handleiðslu sem hann getur ekki útskýrt. Hann segist hálfpartinn taka sjálfan sig úr jöfnunni þegar að meðferðin hefst og þannig nái hann besta flæðinu og lestri viðfangsefnisins.

Óskar sérhæfir sig í að vinna með stífur sem sitja í líkamanum og hafa áhrif á ekki bara vöðva og liði haldur einnig taugakerfið sem í raun stjórnar öllum líkamanum. Magnaður maður þarna á ferð sem greinilega býr yfir vissri náðargáfu sem snýr að heilun mannslíkamanns.

Þáttin má sjá í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má nálgast þætti Alkastins og Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“