„Það fyndnasta sem ég hef upplifað í flúri það var einhvern tímann hjá Búra og það var einhver annar inni í flúrinu á móti mér og ég held hann sé einhver svona „glæpó glæpó“ eða eitthvað. Þá var einhver gaur með honum og ég var aðeins að hlusta á hann, var smá skemmtilegur karakter,“ segir Patrik Atlason betur þekktur sem Prettyboitjokko í viðtali í hlaðvarpsþættinum Blekaðir, aðspurður um hvort hann eigi einhverjar góðar sögur frá því þegar hann hefur farið í húðflúr.
Segir Patrik manninn síðan hafa sagt: „Heyrðu ég er svangur, geturðu farið á Sólon fyrir mig og náð í fisk fyrir mig? Hann hleypur á Sólon og nær í fisk fyrir hann og svo fer hann að mata hann. Þetta var mjög fyndið.“
Blekaðir er nýr þáttur á hlaðvarpsveitunni Brotkast í umsjón húðflúraranna Dags Gunnars og Ólafs Laufdals þar sem þeir fara yfir húðflúrssenuna á Íslandi. Dagur og Ólafur fá til sín viðmælendur sem hafa einhverja tengingu við hlúðflúr, ýmist húðflúrara eða einstaklinga sem hafa fengið sér húðflúr.
Horfa má á viðtalið í fullri lengd á Brotkast.