Emma Stone var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir myndina Poor Things.
Þá hlaut Robert Downey Jr. sín fyrstu Óskarsverðlaun en hann hlaut þau fyrir að vera besti karlleikarinn í aukahlutverki. Hjá konunum var það Da‘Vine Joy Randolph sem hlaut verðlaunin fyrir myndina The Holdovers.
Svíinn Ludwig Göransson hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina í myndinni Oppenheimer. What Was I Made For? úr Barbie-myndinni var valið besta lagið.
The Zone of Interest var valin besta erlenda myndin á hátíðinni og besta teiknimyndin var valin The Boy and the Heron. Í flokki heimildarmynda var 20 Days in Mariupol valin sú besta.