fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið í baráttunni og við stöndum með honum alla leið,“ segja Sigga, Beta og Elín úr hljómsveitinni Systur, en þær lýsa eindregnum stuðningi við Bashar Murad sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni á laugardaginn. Systur og Bashar komu saman í söngstund á dögunum, og lýstu yfir gagnkvæmri aðdáun og virðingu.

„Ég er mikill aðdáandi Systra frá því að þær tóku þátt í Eurovision 2022. Mig hefur lengi langað til að syngja með þeim þannig að þetta var ótrúlega skemmtilegt djamm hjá okkur. Það var líka gott að fá orkuna frá þeim svona á lokametrunum,“ sagði Bashar.

Undanfarna daga hefur Bashar nýtt tímann í að hitta fólk og kynna framlag sitt. Meðal annars heimsótti hann frístundaheimilin Frostheima og Þróttheima þar sem hann kenndi krökkum dabke dansinn. Dansinn er levantískur og er blanda af hring- og línudans. Þetta er dans gleði sem gjarnan er stiginn í brúðkaupum og öðrum gleðskap. Hann er víða stiginn í miðausturlöndum, þá einkum í Palestínu, en þaðan kemur Bashar einmitt.

Bashar mætir í Partýbúðina klukkan 17 í dag þar sem hann áritar plaköt. Hann hvetur fólk til að setja upp hvítan kúrekahatt og birta mynd af því á samfélagsmiðlum til stuðnings atriðinu.

Framlag Bashar Murad er afrakstur samstarfs hans við Hatara-menn, Einar og Matthías. Lagið fjallar um ferðafrelsi, raunveruleg og ímynduð landamæri. Margir muna eflaust eftir því þegar Hatari og Bashar tóku höndum saman í kjölfar Eurovision 2019, en þar flaggaði Hatari fána Palestínu í beinni útsendingu. Vakti uppátæki Hatara mikla athygli, enda keppninn haldin í Ísrael það árið. Margir höfðu skorað á Hatara og RÚV að sniðganga keppninna það árið í samstöðu með Palestínu og nýttu margir samfélagsmiðla til að mótmæla keppninni og senda Palestínu stuðning.

Bashar ákvað svo að taka þátt í Söngvakeppninni, en eftir að sú ákvörðun var tekin byrjaði stríðið sem nú stendur yfir og margir hafa kallað þjóðarmorð Ísrael gagnvart Palestínu. Framlag Bashar er því táknrænna en upphaflega stóð til. Sá möguleiki einn að Bashar verði fulltrúi Íslands varð til þess að við tókum stökk í veðbönkum og er sem stendur spáð þriðja sæti, Úkraínu spáð öðru sæti og Króatíu spáð sigri.

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá afrakstur söngstundar Systra og Bashar. Úrslitin í Söngvakeppninni fara fram á morgun og spennan í hámarki.

VESTRID VILLT from Tattarrattat on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn