fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 10:36

Douglas/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Douglas Lazickirk var að fljúga með flugfélaginu Jetstar frá Ástralíu til Suður-Kóreu á sunnudaginn síðastliðinn. Tveimur tímum fyrir lendingu bað hann flugfreyju um að fá lánaðan penna, svo hann gæti fyllt út upplýsingablað fyrir komu.

Hann segist hafa verið mjög hissa þegar flugfreyjan neitaði og sagði að hann gæti keypt penna fyrir 700 krónur.

„Ég fór til flugfreyjunnar og spurði: „Ertu með penna sem ég get fengið lánaðan? Ég þarf að svara þessum fimm spurningum snöggvast,“ segir hann í myndbandi á samfélagsmiðlum.

„Hún sagði: „Nei, þú getur ekki notað minn penna en þú getur keypt penna fyrir 700 krónur, eða beðið þar til við lendum og notað penna á flugstöðinni.““

Hann segir að svar flugfreyjunnar hafi komið honum í opna skjöldu og hann hafi spurt aftur. „Ég spurði: „Ætlarðu í alvöru ekki að lána mér penna?“ Og hún harðneitaði að lána mér penna. Hún sagði: „Ég þarf ekki að láta þig fá pennann minn.““

He was allegedly told by another flight attendant as part of their ‘legal responsibility at Jetstar’ they ‘don’t have to supply a pen’. Picture: Jetstar

Hann segir að flugfreyjan hafi viðurkennt að hún væri með penna á sér en sagði að það væri hennar réttur að neita að lána honum hann.

Douglas fór þá til annarrar flugfreyju sem sagði strax já þegar hann bað um að fá lánaðan penna.

„Ég var í áfalli. Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu.“

Douglas var ekki hættur þarna og talaði við þriðja flugþjóninn sem sagði að „samkvæmt lögum“ þyrftu þau ekki að lána farþegum penna.

Hann endaði með að kaupa penna á 700 krónur en þegar hann var kominn á áfangastað tók hann eftir því að flugfélagið hafi rukkað hann tvisvar sinnum fyrir sama pennann.

„Og ég hugsaði með sjálfum mér, hversu margir hafa lent í þessu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn