fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Guðni og Eliza fögnuðu kokkalandsliðinu

Fókus
Föstudaginn 9. febrúar 2024 15:30

Forsetahjónin ásamt Árna Þór Arnórssyni, varaforseta Klúbbs matreiðslumeistara. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kokkalandsliðið náði þeim frábæra árangri í vikunni að landa þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fór í Stuttgart í Þýskalandi. Matreiðslumeistararnir komu til landsins í gær og að því tilefni var blásið til hófs þar sem að forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, fögnuðu bronsliðinu frækna.

Sjá einnig: Íslenska kokkalandsliðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum 

Hópurinn sem fór til Stuttgart var leiddur af Ísaki Aroni Jóhannssyni fyrirliða en hann starfar hjá Zak veitingum og hefur mikla keppnisreynslu. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019.  Hann bar sigur úr býtum í keppninni um eftirrétt ársins 2022 og varð í fjórða sæti í keppninni um kokk ársins sama ár. Aðrir í hópnum eru:

Hugi Rafn Stefánsson, sjálfstætt starfandi, hefur staðið uppi sem sigurvegari í Íslensku nemakeppninni í matreiðslu og verið aðstoðarmaður í Bocuse´dor keppninni.

Úlfar Örn Úlfarsson, sjálfstætt starfandi, hefur keppt í keppninni um Eftirréttur ársins og verið í Bocude´dor teyminu. 

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Fjallkonunni, hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og verið í kokkalandsliðinu síðan 2021.

Gabríel Kristinn Bjarnason, Dill, sigraði keppnina Nordic Young Chef 2021, hefur náð þriðja sæti í keppninni um Kokkur ársins og unnið Íslensku nemakeppnina ásamt því að vera aðstoðarmaður í Bocuse´dor.

Kristín Birta Ólafsdóttir, Hótel Reykjavík Grand, fyrrum sigurvegari í Íslensku nemakeppninni og hefur tekið þátt í keppninni um Eftirréttur ársins ásamt því að lenda í þriðja sæti á Íslandsmóti iðngreina.

Jafet Bergmann Viðarsson, Torfús Retreat, hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og Matreiðslunemi ársins. 

Bjarki Snær Þorsteinsson, Lux veitingar, hefur tekið þátt í keppnunum um eftirrétt ársins, Matreiðslunemi ársins og Nordic Green Chef. 

Ólöf Ólafsdóttir, Head pastry chef – Monkeys, vann í keppninni um eftirrétt ársins 2021

María Shramko, Bakarameistaranum, er reynslubolti í keppnismatreiðslu en hún hefur unnið til fleiri en hundrað verðlauna á stórmótum og er viðurkenndur dómari. 

Landsliðsþjálfarinn er einnig mikill reynslubolti í faginu en ásamt því að þjálfa landsliðið er Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirkokkur á Ion Adventure. Hefur hún verið tengd landsliðinu síðan 2016 og var í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíueikum, ásamt því meðal annars að keppa í Kokkur ársins, standa uppi sem sigurvegari í Eftirréttur ársins 2018 og vinna Artic Chef keppnina á Akureyri á þessu ári.

Sjá einnig: Snædís átti erfiða æsku þar til fulltrúi barnaverndar gekk henni í móðurstað – Þjálfar nú Íslenska kokkalandsliðið

Kokkalandsliðið með verðlaunagripi sína. Mynd/Sigtryggur Ari
Forsetahjónin voru viðstödd gleðina. Mynd/Sigtryggur Ari
Guðni og Eliza heilsa upp á liðsmenn. Mynd/Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn