fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Vilhjálmur Bretaprins rýfur þögnina um veikindi föður síns

Fókus
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 08:35

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretakonungur er með krabbamein. Það var greint frá veikindum hans í tilkynningu frá Buckingham höll fyrr í vikunni.

„Nýleg aðgerð konungsins vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar leiddi frekara í ljós. Sýni sem send voru í greiningu hafa leitt í ljós krabbamein.“

Það kom hvorki fram af hvaða tegund krabbameinið er né á hvaða stigi.

„Hans hátign hefur í dag hafið áætlun um reglubundnar meðferðir, á þeim tíma hefur honum verið ráðlagt af læknum að fresta þeim störfum sem snúa að almenningi.“

Katrín hertogaynja, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, er einnig að glíma við veikindi. Rúm vika er síðan hún var útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í Lundúnum. Í tilkynningu frá Kensingtonhöll kom fram að Katrín myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska.

Vilhjálmur Bretaprins rauf þögnina um veikindi eiginkonu sinnar og föður síns á góðgerðakvöldi í Lundúnum í gær.

„Ég vil nýta tækifærið til að þakka ykkur fyrir að senda bæði Katrínu og föður mínum falleg skilaboð, sérstaklega síðustu daga. Okkur þykir mjög vænt um það,“ sagði hann og bætti svo við í gríni:

„Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafa snúist um læknisheimsóknir og öllu því tengdu, þannig mér datt í hug að koma á viðburð fyrir sjúkraflug til að hugsa um eitthvað annað!“

Sjá einnig: Harry dreif sig á fund Karls konungs en mátti svo dúsa á hóteli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin