fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Segir að konur fái ekki nóg af þessu í rúminu

Fókus
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 11:59

Hjálpartækin hafa veitt Jönu unaðslegar stundir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jana Hocking, sem fjallar meðal annars um kynlíf fyrir einn stærsta netmiðil Ástralíu, segir að mikil breyting hafi orðið á viðhorfi kvenna til hjálpartækja ástarlífsins á örfáum árum.

Jana skrifar áhugaverðan pistil um þetta á vef News.com.au þar sem hún rifjar upp augablikið þegar hún fékk sinn fyrsta dildó.

Það var á 21 árs afmælinu hennar og segist Jana hafa haft gaman af gjöfinni, hún hafi brosað og stungið hjálpartækinu svo ofan í skúffu þar sem það safnaði ryki næstu árin, ónotað með öllu.

En svo gerðist dálítið sem virðist hafa breytt viðhorfi fólks, kvenna kannski sérstaklega, segir Jana. Covid með öllum sínum takmörkunum skall á af fullum þunga og skyndilega gat fólk varla hist án þess að búa undir sama þaki.

„Kvöld eitt náði forvitnin yfirhöndinni og ég ákvað að prófa dildó sem eitt ákveðið fyrirtækið hafði sent mér. Þetta var svona skeljalaga tæki sem passaði fullkomlega í lófann,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún prófaði svona tæki. Hún lýsir svo tilfinningunni:

„Guð. Minn. Góður. Hvernig getur eitthvað svona lítið búið til svona tilfinningu þarna niðri?“

Rifjar hún upp að nokkrum mánuðum áður hafi hún haldið því fram fullum fetum að það væri ekki möguleiki á að hjálpartæki gæti vætt sömu fullnægingu og manneskja. Hún segist hafa haft rangt fyrir sér.

Jana segir að hún virðist ekki vera ein um þetta. Konur um allan heim séu farnar að nota dildóa og önnur hjálpartæki og fari ekki í felur með það.

„Áður en ég vissi af voru vinkonurnar farnar að halda kvöld sem minntu á Tupperware-kvöldin – nema með miklu ánægjulegri vörum,“ segir hún.

Jana segir að þetta sé ánægjuleg þróun og konur þurfi ekki að skammast sín fyrir að prófa sig áfram í svefnherberginu, hvort sem það er með hjálpartækjum eða einhverju öðru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“