fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

„Mig langar að lifa en ég get ekki lifað svona“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 19:29

Mynd/Instagram @rakelhlyns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir lenti á vegg árið árið 2018 en það datt engum í hug að á bak við brosið glímdi hún við mikið þunglyndi og kvíða. Hún faldi sjúkdóminn vel en að lokum kom að því að hún þurfti að leita sér hjálpar.

Lífsviljinn var að hverfa en innst inni vissi hún að hana langaði að lifa. Rakel hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap sem hefur meðal annars skilað henni góðum árangri í handbolta og ólympískum lyftingum. Þarna fann hún keppnisskapið taka yfir, nú var keppnin að lifa og hún var ákveðin að sigra.

Rakel lauk endurhæfingu fyrir stuttu og lítur björtum augum fram á veginn.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify eða á hlaðvarpsþjónustu Google.

Rakel ólst upp í Vestmannaeyjum. Henni leið vel þar í æsku en með aldrinum fór hana að langa að stækka sjóndeildarhringinn. Þegar Rakel var 22 ára eignaðist hún dóttur sína og flutti með barnsföður sínum á Selfoss og skráði sig í styrktarþjálfaranám við Keili.

Stuttu síðar slitnaði upp úr sambandi Rakelar og barnsföður hennar, en Rakel var ekki tilbúin að fara aftur til Eyja, heldur langaði að halda ferðalaginu áfram. Hún flutti til Hveragerðis og hefur verið þar síðastliðin átta ár.

„Ég flutti með stelpuna mína til Hveragerðis þegar hún var tíu mánaða og það var ótrúlega mikið hark. Ég var einstæð, í námi og maður bara lifði á núðlum og safnaði dósum til að ná að lifa af. En þetta er lífsreynsla sem ég bý rosa vel að í dag.“

Rakel líður mjög vel og sér sig ekki flytja annað í bráð. „Það er einhver kyrrð þarna sem ég elska,“ segir hún.

Rakel Hlynsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Gleymdist í skólakerfinu

Rakel kom í heiminn af krafti og var það greinilegt snemma að hún skæri sig úr. Skólakerfið hentaði henni illa og var hún greind með ADHD tíu ára gömul. Á þeim tíma var ekki mjög algengt að stúlkur greindust og bitnaði þekkingarleysið á Rakel.

„Ég var pínu gleymd í skólakerfinu. Ég lærði það líka mjög fljótt að ef ég myndi sitja kyrr og ekki segja neitt, þá myndi enginn skipta sér af mér.“

Árin liðu og Rakel fann sig í hreyfingu. Hún æfði handbolta í mörg ár en fann svo nýja ást í kringum tvítugt; CrossFit.

„Ég féll fyrir hreyfingunni, bara vó, það er geðveikt gaman að pína sig svona,“ segir hún og hlær.

Rakel byrjaði að þjálfa CrossFit árið 2014 og fór í styrktarþjálfaranám hjá Keili nokkrum árum síðar. Eins og kemur að öllu sem Rakel tekur sér fyrir hendur þá gerði hún það hundrað prósent og gaf ekkert eftir. Hún komst í landsliðið í ólympískum lyftingum og varð eftirsóttur þjálfari.

Mynd/Instagram @rakelhlyns

„Mig langar að lifa“

Lífið virtist leika við Rakel, að minnsta kosti út á við en bak við luktar dyr þegar enginn sá, tók hún niður grímuna. Hún var að berjast við mikið þunglyndi og kvíða og sá um tíma enga leið út.

„Það endaði með því að ég fór á bráðamótttöku geðdeildar. Til að gera langa sögu stutta þá var ég búin að vera á of stórum skammti af ADHD lyfjum sem gerðu það að verkum að ég var bara víruð á því. Svaf ekki neitt,“ segir hún.

„Ég fór á bráðamótttökuna og sagði við þau: „Nennið þið að hjálpa mér? Ég get ekki meira. Ég get þetta ekki. Mig langar að lifa en ég get ekki lifað svona.“ Ég komst í kjölfarið inn hjá geðteyminu á Selfossi. Fékk nýjan geðlækni og við fórum yfir allt frá a til ö aftur og ég byrjaði í endurhæfingu.“

Rakel lauk nýverið fimmtán mánaða endurhæfingu. „Það er það besta sem hefur komið fyrir mig. Af því að þú færð tíma til þess að hugsa, þú færð tíma til að endurstilla líf þitt án þess að það sé eitthvað í gangi.“

Rakel sótti ýmis námskeið á meðan hún var í endurhæfingu. „Svo gerði ég fullt sjálf, ég skráði mig í Spuna, ég skráði mig í Idol. Ég nýtti þennan tíma ótrúlega vel. Það er held ég líka svolítill misskilningur, endurhæfing er ekki að hanga og horfa á sjónvarpið allan daginn. En þú hefur rými til þess að leyfa þér það þann daginn ef það er þannig dagur. Ég tók þessari endurhæfingu mjög alvarlega og fór „all in.““

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að ofan, þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Rakel á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“
Hide picture