fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Harry dreif sig á fund Karls konungs en mátti svo dúsa á hóteli

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 15:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins flaug í gær frá heimili sínu í Kaliforníu til fundar við föður sinn, Karl III Bretakonung, í London. Harry kom til Clarence House klukkan 14.45 til fundar við föður sinn, nokkrum klukkustundum eftir að hann lenti á Heathrow flugvelli og stóð fundurinn yfir í 45 mínútur, en feðgarnir hafa lítið talast við eftir að Elísabet drottning lést og töluðust sem dæmi ekki við þegar Harry varð 39 ára í september. Karl, sem greindist með krabbamein fyrir stuttu síðan, lét þó syni sína persónulega vita af greiningu hans, áður en opinber tilkynning kom frá Buckinghamhöll. 

Eftir fund þeirra feðga gisti Harry síðan á lúxushóteli enda hálfheimilislaus í Bretlandi eftir að hann og eiginkona hans sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum og þurftu að skila  Frogmore Cottage á síðasta ári. Síðast flaug prinsinn til Bretlands í september, fyrir Well Child verðlaunin, og gisti þá líka á hóteli. Hitti hann fjölskyldu sína ekki í þeirri ferð og mun hann þá hafa óskað eftir að dvelja í Windsor-kastala en þeirri beiðni var hafnað.

Dreif sig strax í flug

Heimildamaður nákominn Harry sagði að hann hefði strax ákveðið að koma til Bretlands til að vera við hlið föður síns. Sérfræðingar hafa haldið því fram að það að Harry hafi brugðist svona hratt við bendi til þess að ástand konungs sé alvarlegt.

Breskir miðlar greina frá því að Harry hefði gjarnað viljað hitta bróður sinn Vilhjálm, en ólíklegt er að svo verði, allavega í þessari ferð. Vilhjálmur hefur að mestu tekið sér frí frá opinberum skyldum til að sinna eiginkonu sinni Katrínu síðustu daga, en hún er að jafna sig eftir kviðarholsaðgerð og tekur sér langt leyfi frá opinberum störfum þar til eftir páska. Vilhjálmur mun þó sinna konunglegum skyldum í kvöld í árlegum góðgerðarkvöldverði.

Búist er við að Harry fljúgi fljótlega aftur til síns heima, en í næstu viku mæta þau hjónin á viðburð í Kanada í tilefni þess að ár er til Invictus leikanna í Vancouver og Whistler.

Samband bræðranna stirt lengi

Það hefur lengi andað köldu milli bræðranna Harry og Vilhjálms en heimildamaður greinir DailyMail frá því að sameiginlegur vinur þeirra, Mark Dyer, sem var leiðbeinandi prinsanna eftir dauða móður þeirra Díönu, gæti hjálpað þeim til að bæta sambandið. Hefur Dyer sýnt Harry mikinn stuðning síðustu ár. Heimildamenn nákomnir Harry segja að aðalástæða ferðarinnar til Bretlands hafi verið að hitta Karl föður hans, en ef tækifæri gæfist til að hitta Vilhjálm þá myndi Harry þiggja það.

Sérfræðingar hafa sagt að þeir voni að ferð Harry sé tákn um vopnahlé hjá bræðrunum og Karli föður þeirra og að veikindi konungs geti þannig haft eitthvað jákvætt í för með sér. Í bók hans, Spare, sem kom út í fyrra greindi Harry frá því að Karl hefði sagt við syni sína: „Strákar, vinsamlega ekki gera síðustu ár mín erfið.“

Kristina Kyriacou, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi konungsins, segir um samband þeirra feðga: „Karl dýrkar Harry og þetta sambandsleysi var ekki eitthvað sem hann óskaði sér. Ef að eitthvað jákvætt kemur út frá þessu erfiða ástandi og Harry og bróðir hans og konungshjónin sameinast á ný, hversu yndislegt.“

Karl konungur hefur þegar hafið krabbameinsferð á göngudeild, eftir að hafa greinst með krabbamein í kjölfar aðgerðar vegna stækkandi blöðruhálskirtils. Mun hann vera jákvæður yfir veikindum sínum. Búist er við að hann verði frá konunglegum skyldustörfum í einhverja mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn