fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Telur „snjallt“ að skilja Meghan eftir heima

Fókus
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 10:30

Karl og synir hans auk Meghan þegar allt lék í lyndi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Fitzwilliams, sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, telur að alvarleg veikindi Karls Bretakonungs geti orðið til þess að ró og friður komist á innan fjölskyldunnar.

Breska krúnan greindi frá því í gær að Karl hefði greinst með krabbamein og er óhætt að segja að varla hafi verið rætt um annað í breskum fjölmiðlum.

Sjá einnig: Karl Bretakonungur greindur með krabbamein

Karl gekkst undir aðgerð á dögunum vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli og kom þá í ljós að hann glímir við krabbamein. Góðu fréttirnar eru þær að meinið virðist hafa greinst snemma þó óljóst sé á þessari stundu af hvaða tegund það er.

Grunnt hefur verið á því góða á milli bræðranna Vilhjálms og Harry að undanförnu og hefur fjölskyldan í raun logað í illdeilum. Harry er á leið til Bretlands frá Bandaríkjunum til að hitta föður sinn og greindu breskir fjölmiðlar frá því í gær að eiginkona hans, Meghan Markle, yrði heima með börnum þeirra.

Fitzwilliams segir við Daily Mail að stundum geti erfiðar fréttir stuðlað að því að ættingjar nái sáttum í þungum deilumálum sem geta virst óyfirstíganleg.

„Fréttirnar um að Karl glími við krabbamein eru áfall. Það er eðlilegt að Harry vilji vera nálægt honum og það er líka snjallt af honum að koma einn vegna deilna innan fjölskyldunnar. Harry mun, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, óska þess að faðir hans fái skjótan bata.“

Fitzwilliams bendir á að eiginkona Vilhjálms, Katrín, sé sjálf að jafna sig eftir aðgerð og því fái þeir feðgar tíma til að fara yfir málin. „Við skulum vona að þessi fundur stuðli að bjartari framtíð fyrir konungsfjölskylduna,“ segir Richard Fitzwilliams.

Aðrir sérfræðingar í málefnum fjölskyldunnar eru einnig vongóðir um að tíðindin verði til þess að bræðurnir grafi stríðsöxina. Jennie Bond, sem skrifaði um fjölskylduna fyrir BBC lengi vel, segist vona að veikindin séu „blessun í dulargervi“ eins og hún orðar það. „Kannski, loksins, verður þetta til þess að sættir nást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu