fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fókus

Melrós greindist 33 ára með 4. stigs leghálskrabbamein – Fannst lífið sem hún vildi lifa hrifsað af henni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 15:30

Melrós Eiríksdóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég greinist þá fer ég að átta mig á því hvaða hlutir skipta í raun máli í lífinu. Og hlutir sem maður var að velta sér upp úr eða pirra sig yfir áður, skipta engu máli í dag í stóra samhenginu,“

segir Melrós Eiríksdóttir sem var 33 ára og einstæð tveggja barna móðir þegar hún greindist með 4. stigs leghálskrabbamein. Við greininguna fannst Melrósu eins og einhver væri búinn að hrifsa af henni lífið sem hún vildi lifa. Hún fékk mikinn stuðning frá sínum nánustu en fannst á sama tíma undarlegt að allt í einu væru aðrir farnir að sinna þeim verkefnum sem hún myndi undir eðlilegum aðstæðum geta sinnt.

„Kraftur var bara fyrsti staðurinn sem ég hugsa um þegar ég greinist. Þú veist alltaf að það er traustur vinur þarna sem þú getur alltaf leitað til sama hvað er,“ segir Melrós sem leitaði strax til Krafts og fann að þar var öruggt svæði og yndislegur staður. Þar gæti hún líka talað um það sem hún væri hræddust við sem hún gat ekki endilega talað um við sína nánustu um.

Melrós þurfti að flytja aftur heim til foreldra sinna með börnin svo þau gætu sinnt þeim þegar hún var sem veikust í lyfjameðferðinni. Melrós segir að öll framtíðarplön hafi fokið út um gluggann við greininguna og þau plön sem hún hafði þá hafi hún ekki lengur því maður fái allt aðra sýn á lífið eftir svona reynslu og greiningu. Í dag er Melrós í viðhaldsmeðferð og að vinna í því að ná lífinu sínu til baka bæði andlega og líkamlega.

„Það er gott að sjá aðra með armbandið úti í samfélaginu, það bæði minnir mig á bara ef maður sér glitta í armbandið hugsar maður: „Já lífið er núna„ eða bara vita til þess er vonandi að lifa eftir því líka í dag.“

Melrós deilir sögu sinni í tilefni fjáröflunarátaks Krafts sem stendur nú yfir. Kraftur vekur athygli á málefninu í átakinu og selur Lífið er núna armbönd sem eru perluð af sjálfboðaliðum víða um land.

Fimmtudaginn 8. febrúar hvetur Kraftur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna-daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka