fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 11:59

Hafdís og Kleini eru gestir vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og áhrifavaldaparið Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Parið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Í þættinum ræða þau hvað þau hafa verið að bralla undanfarna mánuði, hvað sé fram undan og margt fleira. Horfðu á Fókus hér á neðan.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify og Google Podcasts.

Það vakti mikla athygli þegar Kleini tilkynnti að hann væri farinn í samfélagsmiðlapásu og grunaði eflaust fáa að hann myndi standa við það. Hann segist hafa verið í þeim hópi sjálfur, hann bjóst við að endast í örfáa daga en nú eru rúmlega sjö mánuðir liðnir og hefur parið að eigin sögn komið ýmsu í verk. Til að mynda lagt drög að því að stofna fyrirtæki með það að markmiðið að „koma með eitthvað nýtt og spennandi á íslenskan markað.“

Kleini og Hafdís hafa nýtt síðustu mánuði til hins ítrasta.

„Þetta var eins og afeitrun“

„Ég ætlaði að byrja eftir fjóra daga,“ segir Kleini hreinskilnislega um pásuna.

„Þetta var eins og afeitrun,“ segir Hafdís.

Fyrsti mánuðurinn var erfiðastur segja þau. „Það voru alveg svita- og kvíðaköst fyrsta mánuðinn. Maður var að kúpla sig út úr raunveruleikanum sem maður var búinn að búa til. Það var allt öðruvísi. Maður vissi ekki neitt. Ég vissi ekkert hvað væri í gangi úti í heiminum, ég var ekki að lesa fréttamiðla eða neitt svoleiðis, ég var svo í mínum eigin heimi,“ segir Kleini.

„Það var bara ekkert fyndið og gaman fyrsta mánuðinn.“

Aðspurð hvernig þessi mánuður hafi verið fyrir hana segir Hafdís: „Þetta var ógeðslega skrýtið og ég hafði enga trú á þessu. Ég hélt þetta yrðu tveir til þrír dagar eða eitthvað. En svo var þetta ótrúlega þægilegt. Það var meiri ró, meiri hugaró, við komum meira í verk. Þetta fór að vera ótrúlega þægilegt en var sjúklega erfitt í byrjun. Hann var nánast farinn í spjallgrúppuna hjá mér og vinkonum mínum og spyrja hvað væri að frétta.“

Þau hafa ferðast mikið saman.

Gagnkvæm virðing ávinningur pásunnar

Samfélagsmiðlapásan hefur gert þeim gott. „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar. Virða samskiptin okkar. Virða athygli til hvors annars. Virða að hlusta og vera á staðnum. Því þegar maður er með símann og svara skilaboðum er maður ekki alveg viðstaddur,“ segir Hafdís.

Fyrir pásuna var Kleini vinsæll á samfélagsmiðlum og í samstörfum með fyrirtækjum. Umræðan berst að því hvort það hafi verið erfitt að loka á þessa tekjulind um óákveðinn tíma til að sinna öðru. „Ég var alveg með plan út frá þessu. Þetta var ekki alveg þannig að ég köttaði á þetta og fór að lifa á einhverjum dósamat. Ég var að byggja grunn að öðru svo ég þyrfti ekki að vera í þessum samstörfum. Jújú, alltaf gaman að hafa [samstörfin], auka tekjulind. En svo líka eins og ég segi, maður hefur farið í burtu en einhvern veginn nær maður alltaf að hoppa í þetta aftur.“

Þau hafa lært að virða sambandið meira.

Ætla að koma með eitthvað nýtt til Íslands

Þau segja að fyrsti mánuðurinn hafi farið í að „leggja niður planið“ og skipuleggja. „Við nýttum tímann sjúklega vel. Við vorum að ferðast og kúpla okkur frá áreitinu. Við gerðum helling,“ segir Hafdís.

„Allt sem hefði tekið tvær vikur tók tvo daga,“ segir Kleini.

„Við vorum að gera samninga úti, gerðum samninga hérna heima. Öll tölvuvinna, þetta tók engan tíma því maður var ekki með hugann í öllu hinu.“

Þau vilja ekki gefa of mikið upp um hvers konar samninga, við hvern og um hvað en gefa nokkrar vísbendingar.

„Við erum að gera samninga um alls konar. Við erum að fara að opna fyrirtæki,“ segir Hafdís.

„Við ætlum að opna nokkur ný batterí á Íslandi, við getum orðað það þannig,“ segir Kleini. „Aðeins að bjóða upp á meira á þessum litla klaka okkar.“

„Við erum ekki bara með eitthvað eitt, við erum ekki að setja öll eplin okkar í eina körfu. Þetta eru hvað, sex, sjö, átta körfur?“ spyr Kleini en Hafdís er ekki viss.

„Þetta er mikið já, en ógeðslega gaman. Þetta er engin kvöð. Þetta er eitthvað sem við höfum ótrúlega mikinn áhuga á.“

Horfðu á þáttinn með Hafdísi og Kleina hér að ofan, þú getur einnig hlustað á Spotify.

Fylgstu með Kleina hér og Hafdísi hér á Instagram. Þau eru einnig á TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Hide picture