Í nýrri heimildarmynd, The Greatest Love Story Never Told, greinir stórstjarnan Jennifer Lopez frá ofbeldi og misnotkun sem hún var beitt í fyrri samböndum sínum.
„Það var fólk í lífi mínu sem sagði „ég elska þig“ og gerði síðan hluti sem samrýmdust ekki orðinu „ást,“ segir Lopez, sem greinir sjónrænt frá áföllum fortíðarinnar í atriði í kvikmyndinni „This Is Me … Now: A Love Story“ sem kallast „glerhúsið,“ þar sem hún syngur lagið Rebound.
„Þegar þú ert í aðstæðum sem eru óþægilegar og sársaukafullar þá verður þú að ná botninum svo þú getir loksins sagt: „Ég vil þetta ekki lengur.“
Minnist Lopez þess að meðferðaraðili hafi einu sinni spurt hana hvernig hún myndi meðhöndla ofbeldisaðstæður ef dóttir hennar væri í slíkum aðstæðum.
„Þetta var svo skýrt. Ég myndi segja henni: „Farðu héðan og líttu aldrei til baka,“ en fyrir sjálfa mig var þetta svo flókið. Það var eins og ég væri að horfa í gegnum þoku.“
Lopez segir tökurnar hafa reynt á sig andlega, en hún segist aldrei hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi af neinum sinna fyrrverandi.
„Ég var aldrei í sambandi þar sem ég var lamin, guði sé lof, en það var tekið harkalega á mér, ýtt við mér og aðrir ósmekklegir hlutir. Á grófan máta og af virðingarleysi.“
Í endurminningum hennar, True Love, sem komu út árið 2014 segist Lopez hafa verið misnotuð „andlega, tilfinningalega, munnlega“ misnotuð en nefnir engan á nafn.
Lopez og Ben Affleck giftu sig í Las Vegas í júlí 2022.