fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Katla orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna – „Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð“

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:41

Katla Hreiðarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi verslunarinnar Systur og makar í Síðamúla, segist vera orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna verslunarinnar. Viðskiptavinurinn hafi farið ránshendi um verslunina og troðið varningi inn undir úlpuna sína en misst þýfið á leiðinni út úr verslunni. Mannlíf greindi fyrst frá.

„ … Fullorðin kona sem hefur verslað hjá okkur nokkrum sinnum tróð inn á sig kjól og fleiru en missti undan úlpunni sinni á leiðinni út!,“ segir í færslu á Instagram-síðu verslunarinnar.

Í annarri færslu segir Katla að eiginmaður hennar hafi farið í gegnum myndbönd úr öryggiskerfi verslunarinnar og þar sést athæfi konunnar glöggt. „Hún labbar um alla búðina og treður og treður og treður inn á sig,“ segir Katla. Konan var stöðvuð við útidyrahurð verslunnarinnar en auk tveggja flíka var hún með fullt af smáhlutum úr versluninni á sér.

„Við erum í áfalli. Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð,“ segir Katla. JKonan sé komin til ára sinna, haltrar við og notar staf en eiginmaður hennar leggur yfirleitt í stæði hreyfihamlaðra fyrir utan búðina. Starfsmenn verslunarinnar þekki konuna vel og segir Katla að stjanað hafi verið við hana í gegnum tíðina og hafi hún til að mynda verið aðstoðuð með vörur út í bíl. Segist Katla óttast að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem konan lætur greipar sópa um búðina.

Segir Katla að konunni verði hér eftir meinaður aðgangur að verslunninni og hyggst hún kæra athæfið til lögreglu.

Hér má sjá færslu Kötlu á Instagram-síðu verslunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“