fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Katla orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna – „Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð“

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:41

Katla Hreiðarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi verslunarinnar Systur og makar í Síðamúla, segist vera orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna verslunarinnar. Viðskiptavinurinn hafi farið ránshendi um verslunina og troðið varningi inn undir úlpuna sína en misst þýfið á leiðinni út úr verslunni. Mannlíf greindi fyrst frá.

„ … Fullorðin kona sem hefur verslað hjá okkur nokkrum sinnum tróð inn á sig kjól og fleiru en missti undan úlpunni sinni á leiðinni út!,“ segir í færslu á Instagram-síðu verslunarinnar.

Í annarri færslu segir Katla að eiginmaður hennar hafi farið í gegnum myndbönd úr öryggiskerfi verslunarinnar og þar sést athæfi konunnar glöggt. „Hún labbar um alla búðina og treður og treður og treður inn á sig,“ segir Katla. Konan var stöðvuð við útidyrahurð verslunnarinnar en auk tveggja flíka var hún með fullt af smáhlutum úr versluninni á sér.

„Við erum í áfalli. Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð,“ segir Katla. JKonan sé komin til ára sinna, haltrar við og notar staf en eiginmaður hennar leggur yfirleitt í stæði hreyfihamlaðra fyrir utan búðina. Starfsmenn verslunarinnar þekki konuna vel og segir Katla að stjanað hafi verið við hana í gegnum tíðina og hafi hún til að mynda verið aðstoðuð með vörur út í bíl. Segist Katla óttast að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem konan lætur greipar sópa um búðina.

Segir Katla að konunni verði hér eftir meinaður aðgangur að verslunninni og hyggst hún kæra athæfið til lögreglu.

Hér má sjá færslu Kötlu á Instagram-síðu verslunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Fókus
Í gær

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku