fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 09:50

Joey Swoll sá myndband konunnar og lét hana heyra það. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Allie, sem kallar sig The Ripped Barbie á samfélagsmiðlum, tók upp myndband af öðrum einstakling í ræktinni og birti á Instagram.

Umrædd manneskja var ber að ofan að gera kviðæfingar og sagði Allie: „Ef þú ætlar að æfa ber að ofan, vertu allavega með smá vöðva.“

Myndbandið hefur vakið talsverðan usla og mikla reiði meðal netverja.

Samfélagsmiðlastjarnan Joey Swoll, sem er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni, sá myndbandið og lét Allie heyra það.

@thejoeyswoll If you don’t like the rules of the gym, too bad. Find another gym and LEAVE PEOPLE ALONE. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll

„Veistu, ég skil þetta. Þú vilt æfa í líkamsræktarstöð þar sem allir eru í bol en þessi stöð er ekki ein af þeim,“ sagði Joey Swoll.

Hann sagði að hann hafi hringt í umrædda líkamsræktarstöð og spurt út í reglurnar varðandi klæðnað og hafi fengið þær upplýsingar að meðlimir mættu æfa án þess að vera í bol. Joey sagði að Allie hafi vitað af þessum reglum en hafi samt ákveðið að verða meðlimur, sem þýddi að hún þyrfti að fylgja ákveðnum reglum eins og að taka ekki upp myndband af fólki án leyfis og birta það á samfélagsmiðlum.

„Og fólk reyndi að segja þér þetta,“ sagði hann.

En Allie vildi ekki hlusta og sagði þeim netverjum sem voru ósáttir við hegðun hennar að hætta að fylgja henni.

Skjáskot/TikTok

Joey Swoll var ekki ánægður með viðbrögð Allie við gagnrýninni og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann sagðist hafa talað við eiganda líkamsræktarstöðvarinnar sem ákvað í kjölfarið að banna Allie.

„Þú þarft að gera betur,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Allie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun