Umrædd manneskja var ber að ofan að gera kviðæfingar og sagði Allie: „Ef þú ætlar að æfa ber að ofan, vertu allavega með smá vöðva.“
Myndbandið hefur vakið talsverðan usla og mikla reiði meðal netverja.
Samfélagsmiðlastjarnan Joey Swoll, sem er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni, sá myndbandið og lét Allie heyra það.
@thejoeyswoll If you don’t like the rules of the gym, too bad. Find another gym and LEAVE PEOPLE ALONE. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll
„Veistu, ég skil þetta. Þú vilt æfa í líkamsræktarstöð þar sem allir eru í bol en þessi stöð er ekki ein af þeim,“ sagði Joey Swoll.
Hann sagði að hann hafi hringt í umrædda líkamsræktarstöð og spurt út í reglurnar varðandi klæðnað og hafi fengið þær upplýsingar að meðlimir mættu æfa án þess að vera í bol. Joey sagði að Allie hafi vitað af þessum reglum en hafi samt ákveðið að verða meðlimur, sem þýddi að hún þyrfti að fylgja ákveðnum reglum eins og að taka ekki upp myndband af fólki án leyfis og birta það á samfélagsmiðlum.
„Og fólk reyndi að segja þér þetta,“ sagði hann.
En Allie vildi ekki hlusta og sagði þeim netverjum sem voru ósáttir við hegðun hennar að hætta að fylgja henni.
Joey Swoll var ekki ánægður með viðbrögð Allie við gagnrýninni og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann sagðist hafa talað við eiganda líkamsræktarstöðvarinnar sem ákvað í kjölfarið að banna Allie.
„Þú þarft að gera betur,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Allie.