fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 15:33

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og framleiðandinn Sean „Diddy“ Combs, hefur enn og aftur verið sakaður um kynferðisbrot en fimmta kæran gegn honum hefur verið lögð fram fyrir dómstólum í New York.

Að þessu sinni er honum gert að hafa brotið gegn framleiðandanum Rodney „Lil Rod“ Jones, en meint brot mun hafa átt sér stað þegar þeir unnu saman að nýjustu plötu rapparans. Lil Rod sakar Diddy um að hafa káfað á sér kynferðislega.

Mennirnir tveir unnu saman á tímabilinu september 2022 fram til nóvember á síðasta ári. Lil Rod heldur því fram að sér hafi verið byrlað ólyfjan og rifjar upp í stefnu að hafa „vaknað nakinn, með svima og ráðvilltur, í rúminu með herra Combs og tveimur vændiskonum.“

Lil Rod sakar rapparann um að hafa grúmað sig svo hann gæti lánað hann til vina sinna fyrir „alvarlega ólöglega háttsemi“. Meðal gagna málsins eru myndir sem voru teknar í partíum heima hjá Diddy. Segir í stefnu að á myndunum megi sjá ólögráða stúlkur og vændiskonur sem rapparinn hafi dælt fíkniefnum í. Lil Rod sakar útgáfufyrirtæki rapparans um að hafa brugðist skyldu sinni að hafa eftirlit með rapparanum, syni hans og starfsmannastjóra. Plötufyrirtækið hafi verið meðvitað um hvað var í gangi en látið sér það í léttu rúmi liggja og ekki varað Lil Rod við. Lil Rod krefst rúmlega fjögurra milljarða í miskabætur.

Talsmaður Diddy segir í samtali við miðilinn TMZ að hér sé um helberar lygar að ræða. Þetta væri ekkert nema enn eitt dæmi um örvæntingarfullan einstaklings í vonleysislegri tilraun til að verða sér úti um peninga.

Áður hafði fyrrverandi kærasta Diddy, Cassandra Venture, stigið fram og stefnt rapparanum fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Tveimur dögum eftir að hún steig fram var greint frá því að sátt hefði náðst í málinu sem fól í sér ótilgreinda bótagreiðslu. Greindi Ventura frá því að hún hafi ákveðið að leysa málið með sátt á sínum eigin forsendum frekar en að leggja á sig erfið réttarhöld.

Fjórar aðrar konur hafa sakað rapparann um brot gegn sér. Ein sagði hann hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað henni. Ekki nóg með það heldur hafi hann tekið brotið upp og sýnt það öðrum. Önnur kona sakaði Diddy um hópnauðgun á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar, en þá hafi Diddy og annar maður skipst á að nauðga henni og vinkonu hennar.

Diddy hefur neitað sök í öllum tilfellum. Hann sagði í desember að hann sé ekki sekur um neitt og muni taka til varna til hins ítrasta til að halda nafni sínu og fjölskyldu sinnar hreinu.

BBC greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“