fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2024 10:30

Simon Cowell

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Simon Cowell hefur enn á ný hneykslað áhorfendur með „ógnvekjandi“ útliti en á laugardag kom hann fram í gamanþætti Anthony McPartlin og Declan Donnelly, Saturday Night Takeaway.

Áhorfendur gátu ekki hamið sig á lyklaborðinu í athugasemdakerfum: „Í alvöru, hversu mikla vinnu hefur Simon Cowell látið gera? Hann getur ekki hreyft andlitið!!!!“ skrifaði einn á X.

Aðrir héldu því fram að Cowell þyrfti hreinlega að fara í mál við lýtalækninn sinn.

„Simon Cowell hefur látið gera svo mikið við andlitið á sér að hann lítur út eins og brúða búktalara. Hann getur aðeins hreyft andlit sitt frá efri vör og niður.“

„Andlit Simon Cowell er svo skelfilegt þessa dagana.“

Andlit Cowell hefur oft áður vakið furðu meðal áhorfenda og fjölmiðlar hafa fjallað um fjölmargar fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann neitaði lengi að hafa gengist undir aðgerðir en viðurkenndi svo að hafa farið í svokallaða „silhouette soft lift“, árið 2018. Í apríl í fyrra viðurkenndi hann einnig að hafa „gengið of langt“ í bótox sprautum og fylliefni í andliti og sagðist hættur að notast við bótox.

„Það var tímabil þar sem ég gæti hafa gengið aðeins of langt. Ég sá mynd af mér frá „fyrir“ um daginn og þekkti ekki sjálfan mig. Það er alls ekkert fylliefni í andlitinu á mér núna, ekkert,“ sagði Cowell í viðtali og viðurkenndi að sonur hans, sem þá var átta ára, væri óttasleginn yfir að sjá offyllt andlit Cowell.

Nokkrum mánuðum seinna sagði Cowell í viðtali við PageSix að hann hefði ekki alveg lagt meðferðirnar á hilluna. „Ég minnkaði það, við skulum orða það þannig. Allt í hófi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram