Svartifoss í Skaftafelli. Mynd: Wikimedia Commons/Giles Laurent
Hvað veist þú um landafræði, menningu og sögu Íslands. Hér á eftir fer lítið próf þar sem lesendur geta spreytt sig á nokkrum spurningum um þessi fjölbreytilegu viðfangsefni. Ertu fróður í þessum efnum eða þarftu aðeins að lappa upp á kunnáttuna? Prófið er þó eingöngu til gamans og fróðleiks gert.
Hvert er stærsta stöðuvatnið á Íslandi?
Af hverju var sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson oft kallaður Jón forseti?
Hver var fyrsti forsætisráðherra Íslands?
Hver er mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi?
Hvert af þessum dægurlögum er alíslensk lagasmíð?
Keflavík og Njarðvík voru sameinuð í einu sveitarfélagi frá 1908-1942 og sameinuðust svo á ný í Reykjanesbæ 1994. Hvað hét fyrra sveitarfélagið?
Hver þessara erlendu þjóðhöfðingja kom aldrei í opinbera heimsókn til Íslands?
Í hvaða íslenska bókmenntaverki eru þessi orð mælt: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“?
Hver af þessum ám á upptök sín í Vatnajökli?
Hvert þessara landsvæða á Íslandi var ekki upphaflega numið af konu?
Hvenær tók fyrsta útvarpsstöðin á Íslandi til starfa?
Í hvaða íslenska tónverki eru eftirfarandi orð sungin: „Við tölum íslenskt tungumál. Við tignum guð og landsins sál og fornan ættaróð.“?
Hvað veistu um Ísland? Land, menning og saga
Íslands-Bersi
Til hamingju. Þú ert vel fróð/ur um landafræði, sögu og menningu Íslands. Vonandi var prófið ekki allt of létt fyrir þig.
Deildu snilli þinni!
Hvað veistu um Ísland? Land, menning og saga
Miðjumoðari
Viðundandi árangur en það má alltaf bæta sig.
Deildu snilli þinni!
Hvað veistu um Ísland? Land, menning og saga
Gengur betur næst
Ef þetta væri próf í skóla þá hefðirðu fallið en þá er bara að herða upp hugann og muna það sem Íslendingar hafa alltaf sagt ef landsliðum Íslands gengur illa í keppnum. Það gengur bara betur næst.