fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Unnur þurfti að pína ofan í sig mat – „Ég tók bara einn dag í einu, klukkutíma fyrir klukkutíma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 24. febrúar 2024 10:29

Unnur Kristín Óladóttir. Instagram/@unnurola.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullsmiðurinn, einkaþjálfarinn og fitnesskeppandinn Unnur Kristín Óladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hún snýr til baka á keppnissviðið í maí eftir fimm ára pásu. Undanfarna mánuði hefur hún unnið hörðum höndum að því að byggja sig upp, bæði líkamlega og andlega, eftir mjög erfitt tímabil. Hún missti matarlystina, átti erfitt með að finna gleðina og brosa, hún hafði fjarlægst fólkið sitt og fann að hún var búin að ná botninum. Þá var bara eitt í stöðunni: Standa á fætur og rífa sig upp.

Unnur spurði sjálfa sig: Hver er ég? Við tók mikil vinna, bæði líkamleg og andleg, sem hefur skilað henni ótrúlegum árangri. Hún ræðir þetta og margt annað í þættinum sem má horfa í heild sinni hér. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Síðasta ár, eiginlega síðan strákurinn minn fæddist, hefur verið mjög erfitt. Hann svaf bara ekki neitt í hálft ár. Eins og hann hafi ekki kunnað að sofa. Hann svaf kannski tvo tíma, vaknaði, svaf aftur í einn og hálfan, vaknaði. Þannig var það 24/7 í heilt ár, rúmlega það. Svefnleysi er hræðilegt og það fer mjög illa með mann. Ég missti alla matarlyst og leið bara illa andlega. Núna síðustu tvö árin hef ég verið að upplifa andlega vanlíðan í fyrsta skipti. Ég hafði alltaf fyrir það verið svo hress og kát, lífið svo geggjað,“ segir Unnur.

„Ég er ekki greind með þunglyndi eða kvíða eða eitthvað svoleiðis, en ég held að ég hafi mögulega verið með fæðingarþunglyndi og áunninn kvíða […] Ég var alltaf rosa stressuð og upptrekkt (e. tense), búin að vera í þessu ástandi í tvö ár og það var búið að éta mig upp, líkamlega og andlega. Þannig síðasta haust þá gat ég ekki meira af þessari líðan. Þetta var alveg ömurlegt. Ég vissi ekkert hver ég var lengur, það var ótrúlega erfitt að finna gleðina og það var erfitt að brosa. Ég var búin að fjarlægjast fólkið mitt, algjörlega komin á botninn. Bæði líkamlega og andlega. Þannig ég ákvað bara að gera eitthvað í því. Standa á fætur og rífa mig upp af þessum botni. Og það er að takast hægt og rólega, einn dag í einu.“

Unnur Óla hefur náð ótrúlegum árangri síðustu mánuði. Myndin til vinstri var tekin í fyrra en myndin til hægri nýlega.

Erfið spurning

„Þegar maður er kominn á botninn er maður bara kominn á botninn, þá er spurningin hvernig ætlum við að komast upp? Ég ákvað að setjast niður með sjálfri mér og líta inn á við, bara hver er ég? Það var mjög erfið spurning, ég skrifaði hjá mér alls konar punkta og ég ákvað að gera það sem hafði virkað fyrir mig áður […] að finna ástríðuna mína. Það er fitnessið.“

Unnur tók upp símann og hafði samband við þjálfara sem hún hafði áhuga að vinna með. Hún hefur einnig farið til sálfræðings til að styrkja andlegu hliðina.

„Ég byrjaði að æfa daglega, ógeðslega erfitt en ég mætti samt […] Svo bara gjöra svo vel að borða. Ég var búin að segja [þjálfaranum] hvað markmiðið mitt væri, að mig langaði að keppa eftir ár.“

Unnur Óla hefur náð ótrúlegum árangri síðustu mánuði. Myndin til vinstri var tekin í fyrra en myndin til hægri nýlega.
Unnur hefur bætt á sig miklum vöðvamassa.

Þurfti að pína ofan í sig mat

„Svo byrjaði ég að borða, píndi svoleiðis ofan í mig matinn. Fékk mjög sveigjanlegt og fínt matarprógram, engir öfgar, bara borða,“ segir hún.

Unnur segir að hún hafi þurft að neyða sig til að borða og hafi oft kúgast, matarlystin hafi ekki verið til staðar en hún vissi að hún þyrfti að næra sig. „Ég tók bara einn dag í einu, bara klukkutíma fyrir klukkutíma. Stillti vekjaraklukkuna: Borða. Tveimur tímum seinna: Borða.“

„Þegar ég fór að æfa og borða bættist svefninn í kjölfarið. Þetta er ótrúlega einfalt, það vita þetta allir en það er erfitt að byrja. Það er erfitt að fara af stað, en um leið og þetta er komið þá finnurðu hvað þú hefur miklu meiri orku. Auðvitað koma bakslög líka, þú þarft bara að díla við það hverju sinni.“

Fylgstu með Unni á Instagram. Hún er dugleg að deila ferlinu með fylgjendum. Hún er hvetjandi og sýnir allt, ekki bara glansmyndina.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture