fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Tók stærsta skammtinn af Ozempic í 7 mánuði og þetta gerðist

Fókus
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ginger segist hafa verið í yfirþyngd alla sína ævi. Fyrir sjö mánuðum byrjaði hún á Ozempic og hefur vinkona hennar, næringarfræðingurinn Abbey Sharp, skrásett ferlið á samfélagsmiðlum.

Sharp er vinsæll áhrifavaldur og birtir efni um heilsu og næringu á YouTube.

Í nýjasta myndbandinu ræða Ginger og Sharp um Ozempic-ferðalag þeirrar fyrrnefndu, kílóin sem fuku af og svakalegu aukaverkanirnar, eins og hárlos, niðurgangur og ofsaþreyta.

Sharp hefur fylgst vel með mataræði vinkonu sinnar á meðan hún er á lyfinu og segir að fólk á Ozempic eigi í hættu að fá ekki nóg af vítamínum, próteini og trefjum sem getur orsakað vöðvarýrnun og ristilkrabbamein.

Borðar ekki nóg

Ginger hefur verið á lyfinu í sjö mánuði og misst rúmlega fimmtán kíló.

Í myndbandinu segist Ginger borða þrisvar á dag; morgunmat, hádegismat og kvöldmat. En sumir sem verið hafa á lyfinu hafa greint frá lítilli eða engri matarlyst og segjast þurfa að neyða mat ofan í sig.

Ginger segir að hún hafi séð pabba sinn, sem var með sykursýki 2, missa fjölda kílóa og hafi síðan komist að því að hann hafi verið á Ozempic, hún hafi þá ákveðið að prófa lyfið. Hún tekur tvö milligrömm á dag, sem er stærsti skammtur sem hægt er að taka samkvæmt DailyMail.

Á vef Lyfja.is kemur fram að viðhaldsskamtur lyfsins sé 0,5 til 1 mg á viku, því er skammtur Ginger töluvert hærri en það sem telst hefðbundið hérlendis.

Abbey Sharp - YouTube
Abbey Sharp.

„Mér líður mjög vel,“ segir hún en tekur fram að það séu aukaverkanir. Eins og hárlos, niðurgangur og svakaleg ofsaþreyta.

„Ég veit ekki hvort þetta tengist næringarskorti eða Ozempic, eða bara því að þetta er stressandi tímabil, en ég er að missa þvílíkt mikið af hári.“

Þær fara yfir hvað Ginger borðar á einum degi og segir Sharp að vinkona hennar sé ekki að borða nóg til að koma í veg fyrir vöðvatap og vannæringu.

Skortur á sykursýkislyfi sem notað er sem megrunarlyf – Verður ekki forgangsraðað - DV
Ozempic er sykursýkislyf sem er mikið notað sem megrunarlyf.

Þetta borðar hún

Í morgunmat fær hún sér eitt egg með salt og pipar, eina sneið af hvítu brauði með mjólkurlausu smjöri og gouda-ostsneið.

Í hádegismat fær hún sér hálfa bulgogi kjötsneið ásamt gulrótum, kimchi og hrísgrjónum og tvo bita af hvítu mjólkursúkkulaði.

Í kvöldmat fær hún sér yfirleitt kjúklingafajita skál með hrísgrjónum, svörtum baunum, maís, guacamole og salsa.

Sharp bendir á að í fyrsta lagi sé Ginger ekki að borða nógu mikið af hitaeiningum á dag. Í öðru lagi er hún ekki að borða nærri því nógu mikið af trefjum, próteini, grænmeti og ávöxtum. Hún stingur upp á því að skipta hvítu hrísgrjónunum út fyrir trefjaríkari fæðu eins og kínóa eða kjúklingabaunapasta.

Til að auka prótein inntöku mælir hún með því að Ginger bæti eggjahvítum, próteinsjeik, grísku jógurti eða kotasælu við morgunmatinn.

Að fá ekki nógu mikið af þessum nauðsynlegu vítamínum, eins og D-vítamíni, járni og sínk, getur verið ástæðan fyrir hárlosinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“