fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Segir að pabbi sinn hafi brjálast þegar hann frétti hvernig hún aflaði tekna

Fókus
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 19:30

Belle Delphine hefur mokað inn peningum og notað til þess óhefðbundnar aðferðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og Only Fans-stjarnan Belle Delphine segir að faðir hennar hafi tryllst þegar hann komst að því hvernig hún aflaði tekna.

Belle, sem heitir réttu nafni Mary-Belle Kirschner, var í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Louis Theroux í hlaðvarpsþætti hans á dögunum. Louis tekur jafnan fyrir óvenjuleg viðfangsefni og má segja að Belle sé engin undantekning frá þeirri reglu.

Þessi 24 ára kona frá Suður-Afríku hefur meðal annars aflað sér tekna með því að selja baðvatn sem hún hefur legið í. Kostar krukka af baðvatninu 43 dollara, eða tæpar sex þúsund krónur.

Þetta virðist hafa verið arðbært því Belle er talin hafa þénað hátt í einn milljarð króna á ferli sínum. Þá selur hún einnig aðgang að Only Fans-síðu sinni.

Í viðtalinu segir hún frá því hvernig henni datt í hug að byrja að selja baðvatnið sem hún hefur legið í. Sagðist hún hafa fengið hugmyndina eftir að hafa lesið um sjálfsala í Japan þar sem hægt er að kaupa notaðar nærbuxur.

Hún segir að aðstandendur hennar hafi vitað hver atvinna hennar væri, nema faðir hennar sem er búsettur í Suður-Afríku. Það var ekki fyrr en hann heimsótti hana til Englands, þar sem hún er búsett, að hann komst að sannleikanum. Vildi hann gjarnan vita hvernig hún hefði efni á að búa í glæsilegu húsi á besta stað.

„Ég held að þetta hafi verið kvöldið sem hann kom eða daginn eftir. Hann varð alveg brjálaður. Skilaboðin sem hann skrifaði mér voru hræðileg. En hann hefur alltaf verið svona svo þetta var alveg viðbúið,“ segir hún og bætir við að þegar hún var barn hafi hún alltaf þurft að tipla á tánum í kringum föður sinn.

Í viðtalinu segir Belle einnig að hún ætli sér að „láta sig hverfa“ af internetinu einn daginn og setjast í helgan stein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda