fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Dæmd sek og gæti þurft að sitja inni í 60 ár – Hélt höfðum barnanna undir vatni og svelti þau

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 10:02

Ruby Franke hefur verið dæmd sek og gæti þurft að sitja inni í 60 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Ruby Franke, sem var hvað þekktust fyrir að deila harkalegum uppeldisaðferðum og fjölskyldulífi sínu á YouTube, hefur verið dæmd til allt að 60 ára fangelsisvistar fyrir að beita börnin sín hrottalegu ofbeldi.

Náð- og skilorðsráð Utah mun ákveða hversu lengi hún þarf að sitja inni, allt frá fjórum árum til sextíu ár, en hún var dæmd sek fyrir fjögur brot og fyrir hvert þeirra getur hún setið inni í eitt til fimmtán ár.

„Ég er auðmjúk og tilbúin að sitja inni í fangelsi eins lengi og ég þarf,“ sagði Franke við dómarann. Hún bað börnin sín afsökunar við dómsuppkvaðninguna.

Viðskiptafélagi Franke, Jodi Hildebrandt, fékk sama dóm.

Sjá einnig: Mömmuáhrifavaldur handtekin eftir að „grindhoruðu“ barni tókst að flýja með límband og áverka á útlimum

Barni tókst að flýja

Franke og Hildebrandt voru handteknar síðasta ágúst eftir að „grindhoruðu“ barni tókst að flýja til nágrannans. Barnið bað nágrannann um mat og vatn en þá tók hann eftir því að barnið væri með taulímband og djúp sár í kringum ökkla og úlnliði.

Barnið var flutt beint á sjúkrahús sökum alvarlegra áverka og ástands. Stuttu seinna fannst annað vannært barn á heimilinu sem var líka flutt á sjúkrahús.

Í desember í fyrra játuðu Franke og Hildebrandt að hafa beitt börnin ofbeldi með því að svelta þau og að halda höfði þeirra undir vatni. Þegar einn sonur Franke reyndi að flýja í júlí þá batt hún hendur hans og fætur saman.

Umdeild í mörg ár

Ruby Franke hefur verið mjög umdeild persóna á YouTube í mörg ár. Hún stofnaði rásina 8 Passengers með eiginmanni sínum, Kevin Franke, árið 2015. Myndböndin fjölluðu um kristilegar uppeldisaðferðir þeirra og líf þeirra og barnanna þeirra sex: Shari, Chad, Abby, Julie, Russel og Eve. Börnin gengu ekki í skóla heldur sinntu foreldrar námi þeirra heima.

Eins og fyrr segir hefur Franke verið mjög umdeild í gegnum tíðina, þá sérstaklega fyrir öfgakenndar og harkalegar uppeldisaðferðir sínar og hvernig hún hefur komið fram við börnin sín, einnig fyrir að virða einkalíf og friðhelgi barna sína að vettugi og deila persónulegum augnablikum þeirra á netinu fyrir alla að sjá.

Áhorfendur hafa sakað Ruby Franke og eiginmann hennar, Kevin, um að beita börnin sín ofbeldi í mörg ár.

Í júní 2020 var fjölskyldan tilkynnt til barnaverndar eftir að fjöldi netverja skrifuðu undir undirskriftalista á Change.org um að lögreglan eða yfirvöld myndu rannsaka heimilið. Undirskriftasöfnunin vísaði í atvik þar sem Ruby Franke birti myndband af 15 ára syni sínum, Chad, sofandi á grjónapoka og sagði að hann hafði verið látinn sofa þarna í sjö mánuði sem refsingu fyrir „hegðunarvanda.“

Eiginmaður Franke sótti um skilnað í nóvember í fyrra. Börn hjónanna eru í umsjá barnaverndar.

Gömul myndbönd

Í gömlum myndböndum Franke má sjá hana hóta börnum sínum, neita að gefa þeim morgunmat nema þau myndu fyrst klára öll húsverkin og viðurkenna hlæjandi að hún væri að svelta þau, hlæja á meðan hún hótar að taka rúm barnanna sinna í burtu (sem hún seinna gerði). Í mörgum myndböndum öskrar hún á börnin sín, þau báðu hana margoft um að hætta að taka upp, sem hún gerði ekki. Hún birti myndbönd af persónulegum stundum barnanna sinna, eins og þegar dóttir hennar var að raka sig í fyrsta skipti.

Hún greindi einnig frá því hvernig hún væri að refsa börnunum sínum og fyrir hvað, eins og hvernig hún lét dóttur sína sofa á baðherbergisgólfinu eftir að hún pissaði undir. Eða þegar sonur hennar þurfti að sofa á grjónapúða í marga mánuði vegna „hegðunarvanda“ eða þegar dóttir hennar gleymdi nestinu sínu heima og Ruby neitaði að koma með það í skólann og sagðist vona að enginn myndi gefa henni að borða og að stúlkan myndi fá að svelta, svo hún myndi læra þá lexíu að gleyma ekki nestinu. Stúlkan var þá sex ára.

Sjá einnig: Gömul myndbönd alræmda mömmuáhrifavaldsins vekja óhug – Beitti börnin ofbeldi fyrir allra augu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn