fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Gera grín að Kim fyrir að selja „skítuga“ Birkin fyrir milljónir

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 11:30

Kim Kardashian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian gáfu henni engin grið eftir að Kim setti „óhreina“ Hermès tösku á endursölusíðu fjölskyldu sinnar og vildi fá 70 þúsund dali fyrir töskuna eða um 9,6 milljónir króna.

Það er ekki á allra færi að eignast Birkin töskurnar, sem eru bæði rándýrar og löng bið eftir, en þessi er sjaldgæf útgáfa. Í lýsingu á handtöskunni á síðunni kom fram að það væri „einhver mislitun á handföngum og hornum að neðan, og lítilsháttar rispur á málmi.“

Kim með töskuna góðu.

Notendur á Reddit furðuðu sig á háu verði þegar augljóst væri að handföng töskunnar væru að verða brún.

„Í alvöru, hversu örvæntingarfull er hún eftir peningum? Og hvers vegna finnst engum skrítið að þessir „milljarðamæringar“ séu að selja notuð föt sín?“

„70 þúsund fyrir óhreinan poka, helvíti! sagði annar. „Þetta er svo vandræðalegt. Af hverju fær hún Hermes ekki til að lagfæra töskuna áður en hún selur hana?“

Ný samsvarandi taska og í sömu stærð kostar um 121 þúsund dali.

Fyrr í þessum mánuði skráði Kim þrjár aðrar Birkin töskur til sölu ásamt nokkrum Louis Vuitton töskum og hlutum frá Chanel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda