fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Íslenskur preppari lýsir því mikilvægasta – Þurrmatur, skotfæri og lofttæmingarvél

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. febrúar 2024 17:30

Úr þáttunum Doomsday Preppers. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hverju samfélagi er lítill hópur svokallaðra preppara. Dregið af enska orðinu prepare (undirbúa sig). Þetta er fólk sem gerir ráðstafanir til þess að geta sem best lifað af einhverjar meiriháttar hamfarir, svo sem kjarnorkuheimstyrjöld, uppvakningafaraldur eða árekstur loftsteins við jörðu.

Prepparar eru einnig til á Íslandi eins og sést á samfélagsmiðlum. En þar lýsir einn ónafngreindur preppari hvað hann gerir til að undirbúa sig undir það versta.

„Ég er ekki að preppa fyrir heimsenda né styrjaldir, en náttúran getur verið ógnvekjandi hér á Íslandi,“ segir hann. Aðalástæðan fyrir þessu sé hins vegar sú að þetta sé skemmtilegt áhugamál.

„Ég og bróðir minn byrjuðum á þessu fyrir tíu árum síðan eftir að við horfðum á þætti sem hétu „Doomsday Preppers“,“ segir hann. „Í fyrstu var þetta bara bakpokar með allt nauðsynlegt, föt, gönguskór, vegabréf, peningar, vasaljós, útvarp, svo eitthvað sé nefnt. En svo stækkaði fjölskyldan og safnið, og bakpokinn varð allt í einu nokkrir duffle bags [e. dufflar], og núna er þetta orðið meira útilegubúnaður og matarpakkar.“

Neyðarbirgðir í sumarbústað

Systkinin, einkum hann og bróðir hans, hafa komið fyrir neyðarbirgðum í sumarbústað foreldra þeirra. Þar geta fjölskyldurnar komist fyrir en þurfa þykir.

„Prepp þarf ekki alltaf að flýja heiman, og ég hef líka heimili sem griðastað, þar sem ég hef allt til þess að lifa nánast óbreyttum lífsstíl í þrjá mánuði, í það minnsta,“ segir prepparinn. Hann eigi rafal, ferðagashellu og fleira þar.

Prepparar safna miklu magni af vistum til að geta lifað lengi af. Mynd/Youtube

Við kaup á bíl sínum hafði hann preppið einnig í huga. Keypti hann Toyota Hilux, breyttan með alls kyns aukahlutum. „Ef til þess kæmi að ég verð að flýja með fjölskylduna þá get ég fyllt bílinn á um 15-20 mínútum af öllu preppaða búnaðinum.“

Öflug lofttæmingarvél

Þá listar hann ýmsa muni sem eru ómissandi fyrir prepp. Eitt af því mikilvægasta er öflug lofttæmingarvél. Ekki aðeins til þess að geyma máltíðir í heldur einnig fötum og öðru dóti. Með lofttæmingu sé betra að raða pökkunum.

Kerti eru mjög mikilvæg, glósubók og blýantur (ekki penni), veiðarfæri eins og veiðistangir, net og skotfæri. Einnig er mikilvægt að æfa sig að nota þessa hluti. Einnig er mikilvægt að eiga mikið af hreinlætisvörum eins og sápu, spritti, blautklúta, tannkrem, tannbursta og fleira.

Þurrt ekki frosið

„Ég passa alltaf upp á að eiga lágmark þriggja mánaða birgðir af þurrmat sem er hefur langan endingartíma, 2 ár og alveg upp í 7 ár einnig hef ég slatta af hrávöru eins og hveiti, geri, sykri og svoleiðis,“ segir prepparinn. „Ekki er gott að vera með mikið frosnu fæði. Ef þú missir rafmagnið í lengri tíma, er hætta á að þú tapir öllum matnum mjög fljótt. Þegar keyptur er matur sem endist lengi, er nauðsynlegt að kunna aðeins á næringartöfluna og panta litlar einingar af matnum og smakka hann áður en þú kaupir hann í magni, til þess að þú sitjir ekki uppi með vondan mat ef þú þarft á honum að halda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni